Hugur - 01.01.2008, Side 125

Hugur - 01.01.2008, Side 125
Menntun, sjálfsproski og sjálfshvörf 123 Heilmikið er fjallað um sjálfshvörf í sjálfshjálparritum af ýmsu tagi, sem og í bókum um ávanahegðun og ráð við henni. Þá ber sjálfshvörf einatt á góma í skrifum um fullorðinsfræðslu þar sem forsendan virðist sú að gömlum hundum verði ekki kennt að sitja nema sjálfskennd þeirra sé breytt í leiðinni (sjá t.d. Ten- nant, 2000). Miklu minna hefur verið skrifað um sjálfshvörf í hefðbundnum menntunarfræðum; mig uggir að nemendur geti auðveldlega komist í gegnum kennaranám án þess að lesa staf um slík efni. Eg ætla hvorki að stunda hreina menntunarfræði né hreina heimspeki á þessum blöðum heldur nýta mér ísulls- aðferð sem ég hygg að sé oft besti kosturinn í blendingsgrein eins og heimspeki menntunar. Aðferðin hér er sú að skoða sálfrœðileg skrif um sjálfshvörf, beita á þau heimspekilegri gagnrýni og draga fram menntunarfrœðilegt gildi þeirra. Þess skal þó fyrst getið að félagsfræðingar hafa ekki síður en sálfræðingar fjallað ítarlega um sjálfshvörf. Sígilt inngangsrit í félagsfræði frá 1924 skilgreinir þannig sjálfshvörf sem „skyndileg umskipti lífsskoðunar" (sjá tilvitnun í Athens, 1995). Síðan þá hafa ýmsir félagsfræðingar leitast við að varpa ljósi á þau persónulegu hamskipti sem sjálfshvörf fela í sér og stigin sem einstaklingar ganga í gegnum á leið sinni frá einni sjálfskennd til annarrar. Sameiginleg forsenda félagsfræðing- anna virðist sú að sjálfshvörf séu „tilfinningaþrungin og snögg“ og þau endi jafnan í tilfærslu milli félagshópa þar sem einstaklingurinn samsami sig nýjum nærhópi með sömu gildi og hann sjálfur (Athens, 1995). Ástæða þessarar sameiginlegu forsendu er sú að félagsfræðingarnir hafa einblínt á tiltekna tegund sjálfshvarfa: trúskipti. Þeir horfa hins vegar framhjá öðrum tegundum sem kunna að vera eins róttæk en ekki endilega jafnsnögg og tilfinningaþrungin - né þurfa að hafa í för með sér tilfærslu milli félagshópa. Sé hugað að sjálfshvörfum í skólastofunni er lærdómsríkara að rýna í skrif sál- fræðinga en félagsfræðinga. Ég hef valið þrjú slík rit, öll frá Bandaríkjunum, eftir Kenneth J. Gergen, Carol S. Dweck og William B. Swann. Þetta eru alþýðleg yfirlitsrit, samin fyrir upplýsta lesendur fremur en fræðinga. Þrátt fyrir að hér sé ekki um frumleg fræðirit að ræða, í hefðbundinni merkingu, þá greina þau frá niðurstöðum fræðilegra rannsókna og draga hagnýtar ályktanir af þeim. Þetta eru þó - sem betur fer - ekki „sjálfshjálparrit" í hinum forheimskandi ameríska stíl. Oll fjalla um sjálfið og þroskakosti þess og öll láta í té íhugunarverð ráð um upp- eldi og menntun. Ég verð þó að slá nokkra varnagla áður en ég byrja. I fyrsta lagi veita þessi þrjú rit ekki tæmandi innsýn í viðhorf sálfræðinga til sjálfshvarfa. En þau eru ágætur byrjunarreitur. I öðru lagi takast þessi rit ekki beinHnis á innbyrðis; þau vitna ekki hvert í annað. Það segir þó meir um tómlæti ólíkra sálfræðihefða í garð hverrar annarrar en um kosti þess eða ókosti að bera saman greiningu þeirra og ráðgjöf. I þriðja lagi skilur enginn höfundanna skýrt milli sjálfshvarfa og venju- legs sjálfsþroska. Engu að síður er hægt að velta fyrir sér hvaða grein hver hinna þriggja höfunda getur gert fyrir sjálfshvörfum og nota það sem mælikvarða á ágæti kenninga þeirra. I fjórða lagi fjallar einungis einn höföndanna, Dweck, beint um notagildi eigin kenninga í skólastofönni. Það þarf þó ekki mikla hugkvæmni til að geta sér til um hvert meint notagildi hinna kenninganna væri þar einnig.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.