Hugur - 01.01.2008, Side 151

Hugur - 01.01.2008, Side 151
Sápukúlur tískunnar' 149 hans varpar fremur litlu ljósi á þá krafta sem eru þar að verki. Velferðarríkið var samtvinnað þróun kapítalisma og bjó því yíir þeim mótsögnum, þeirri eymd og því óréttlæti sem Einar Már greinir í villtum kapítalisma samtíðarinnar. Það var ekki andstæða kapítalisma heldur kafli í þróun hans. Vissulega má ekki gleyma þeim kostum sem það bjó yfir, en markmiðið ætti ekki að vera að endurheimta velferðarríkið í óbreyttri mynd heldur þarf að berjast fyrir samfélagi sem inniheldur kosti þess og fleiri til. II. Klassísk menntun, hughyggja og drifkraftar samfélagsbreytinga Ef paradísarhugmynd Einars Más um þjóðríki velferðarinnar er höfð í huga kemur kannski ekki á óvart að hann telur það eiga sér göfugar rætur í almennri og klassískri menntun: „Þjóðríkið með sína menntun og menningu var grundvöllur velferðarþjóðfélagsins" (323). Klassíska menntunin kemur okkur í samband við hið stöðuga og óbreytanlega sem býr í „langtímanum" sem mældur er „í öldum og árþúsundum“ (63). Þekking á langtímanum, með hjálp klassískrar menntunar, er það sem Einar Már kallar „raunverulega þekkingu".21 Andstæða klassískrar mennt- unar og sannrar þekkingar er fræðimennska sem fost er í tískubylgjum mið- og skammtíma; sá fýrrnefndi spannar þrjá til fimm áratugi, skammtfminn í mesta lagi fáein ár (62-63).” Slík fræðimennska er öreindaþekking sem kemst ekki út fyrhr hið stundlega og breytilega. Fræði sem lúta lögmálum tískunnar eru að mati Ein- ars Más innihaldslaus froða, helber sápukúlufræði. Þannig verða í meðförum hans menntamanna-marxismi, formgerðarhyggja og frjálshyggja að tískubólum, en vopnið gegn þeim er klassísk menntun. Ennfremur virðist Einar Már álíta að átakavöllur samfélagsbreytinga síðustu aldar liggi einna helst á milli þessara andstæðu póla: sígildrar þekkingar og inni- haldslausrar tísku. Segja má að tilraunir hans til að skýra drifkraft samfélags- breytinga einkennist af tilhneigingu til hughyggju. Lítum nánar á það hvernig hann skýrir rætur velferðarríkisins: 21 „[Þ]að er erfitt um vik að tileinka sér nokkra raunverulega pekkingu, þegar allt verður úrelt og öllu verður að gleyma með vissu millibili, til þess er ekki tími og það borgar sig tæplega. Þannig eru menn dæmdir til yfirborðsmennsku og þeirrar sýndarmennsku sem af henni leið- ir.“ (89-90) Leturbreytingar okkar. I eldri grein notar Einar Már („Nýjar stefnur í franskri sagnfræði“, Saga 20 (1982), s. 223-249, hér s. 226) þetta sama hugtak þegar hann endursegir þá kenningu Platons að „raunveruleg þekking [nái] aðeins til þess sem er fyrir utan tímarásina". 22 I grein Einars Más um „Nýjar stefnur í franskri sagfræði" (1982) kemur fram að hann sækir kenninguna um bylgjulengdirnar til Fernands Braudel: „Gerði hann greinarmun á þrenns konar ,bylgjulengdum‘ og kallaði þær ,skammtíma‘, ,miðtíma‘ og ,langtíma‘. [...] Þau fyrirbæri, sem hrærast í ,miðtíma‘ [...] hafa tilhneigingu til að endurtaka sig með nokkurra ára eða e.t.v. frekar nokkurra áratuga millibili. A okkar stormasömu 20. öld fer tiltölulega lítið fyrir fyrirbærum af þessu tagi, en auðvelt er að finna dæmi þeirra í eldri sögu, Braudel nefnir t.d. þær kreppur sem komu með nokkuð jöfnu millibili í kapítalískum þjóðfélögum 19. aldarinnar og hagfræðingum þeirra tíma virtust þegar mjög reglulegar“ (s. 239-240).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.