Hugur - 01.01.2008, Side 154
152
Hjörleifur Finnsson og Davíð Kristinsson
Þessari Idassísku menntun virðist hafa hnignað samhliða velferðarkerfinu: „Und-
anfarnir áratugir eru því saga um stöðuga herferð gegn klassískri menntun undir
ýmsu yfirskini." (275) Þetta gerist um svipað leyti og frjálshyggjan lætur til skarar
skríða gegn velferðarkerfinu: „I kjölfar atburðanna í maí ’68 voru í miklu óðagoti
gerðar ,umbætur‘ sem áttu að sögn að aðlaga kennsluna að nútímanum, og var þá
dregið verulega úr kennslu fornmála." (276) Svo fór „að klassísk menntun hrundi
á öllum stigum skólakerfisins, fyrst sú klassíska menntun sem byggðist á forn-
málunum, síðan sú menntun sem byggðist á kennslu lifandi bókmenntamála og
loks virðist svo komið að móðurmálskennslan sé víðast á hröðu undanhaldi."
(265)
Einar Már telur sigurför hugmyndafræði frjálshyggjunnar valda mestu um
hnignun velferðarríkjanna. Innihaldsleysi menntamanna-marxismans og form-
gerðarhyggjunnar bjó í haginn fyrir frjálshyggju og olli þannig tómi á torgum
hugmyndafræði og þekkingar: „í Frakklandi reis hugmyndafræði frjálshyggjunnar
upp úr þeim öldudal sem myndaðist þegar tískubylgja menntamanna-marxismans
féll, og hún fyllti tómarúmið." (i6i)!6 Einar Már skýrir ekki hvernig innantómar
tískubylgjur menntamanna-marxisma og formgerðarhyggju ná yfirhöfuð að rísa á
blómatíma velferðarríkjanna, á þeim tímum er „máttugur hljómkassi" alþýðu-
menntunar endurómaði þekkingu klassískrar menntunar. Hvernig gátu sápukúlur
tískunnar borið sigurorð af „raunverulegri þekkingu" rótfastri í þúsund ára einingu
sögu og tungumála? Hvers vegna sprengdi klassísk menntun ekki sápukúlur
gervifræða menntamanna-marxisma, formgerðarhyggju og frjálshyggju þegar hún
var hvað sterkust? Til þess að skýra það þarf að grípa til skýringa sem eru fjöl-
breyttari og jarðbundnari en sú hughyggja um samfélagsbreytingar sem einkennir
tískufræðilega greiningu Einars Más.
Vitaskuld kannast Einar Már á stökum stað við þátt peningaafla og valda-
manna, t.d. þegar hann skrifar í tengslum við uppkomu frjálshyggjunnar að á
„árunum upp úr 1975 og í kringum 1980, féllu saman djúp sveifla í tískubylgju og
svo ný gagnsókn peningaafla“ (180). „Um langt skeið hafa franskir valdamenn
verið að hrinda stefnuskrá frjálshyggjunnar í framkvæmd“ (189). En þegar upp er
staðið eru hugmyndafræðibylgjurnar í forgrunni og ráðandi þáttur í aðgerðum
stjórnmálamanna og „peningavalds“. Þannig er það til dæmis hugmyndafræði
frjálshyggjunnar sem hrindir af stað breytingum á efnahagsstjórn:
Um frjálshyggjuna vitum við það eitt, að hún fór af stað sem fyrirbæri eða
sveifla í „miðtíma", og tók þá við af áratugalöngu tímabili velferðarþjóð-
félagsins. Það blasir einnig við okkur, að hún hefur tvö andlit, hún var
fyrst margþætt kenning um efnahag og þjóðfélag, róttæk gagnrýni á
velferðarþjóðfélagið og jafnframt stefnuskrá um breytingar, en síðan varð
hún efnahagsstefna sem ruddi sér til rúms á Vesturlöndum og breiddist
26 I samræmi við þá trú Einars Más að drifkraft samfélagsbreytinga sé að finna í hugmyndafræði
og hugarfari leiðir hann getum að því að ástæðan fyrir hnignun ldassískrar menntunar sé að
leita í skorti hennar á styrkri hugmyndafræði: „veikleiki þessarar klassísku menntunar var
e.t.v. sá að hana vantaði traustan, heimspekilegan bakgrunn." (265)