Hugur - 01.01.2008, Page 160

Hugur - 01.01.2008, Page 160
158 Hjörleifur Finnsson og Davíð Kristinsson „nýja“ frjálshyggjan sé í grundvallaratriðum gamla frjálshyggjan. Þannig skrifaði Olafur Björnsson fyrir tveimur áratugum: „Fráleitt er að mínum dómi að vitna í kenningar þeirra Hayeks eða Miltons Friedman og kalla þær ,nýfrjálshyggju‘. Framlag þessara merku höfunda er fólgið í því að gera fyrir því nánari grein en áður var gert hvernig framkvæma megi hugsjónir frjálshyggjunnar".4' Einar Már virðist eins og margir talsmenn frjálshyggjunnar ganga út frá því að hún sé í grunninn ávallt sama hugmyndin sem tekur litlum breytingum; enginn grund- vallarmunur sé á elstu og yngstu afbrigðum hennar, enda samræmist það þeirri hughyggju að breytilegar samfélagsgerðir og framleiðsluhættir hafi ekki áhrif á hugmyndir og hugmyndafræði - frjálshyggjan er með öðrum orðum ósöguleg hugmyndafræði. Árás frjálshyggjunnar á velferðarkerfið er því alltaf í grunninn sú sama, hugmynd sem „hefur horfið af sjónarsviðinu um nokkurn tíma og birtist svo á ný“ (157), eilíf endurkoma hins sama. Einar Már er samkvæmur sjálfum sér að því leyti sem hann notar sama hugtakið um það sem hann álítur, eins og margir fulltrúar frjálshyggjunnar, vera eitt og sama fyrirbærið. En þar sem þetta er ekki tilfellið hefði verið mikilvægt að sýna með einhvers konar aðgreiningu hugtaka að á þessu er mikilvægur greinarmunur. Sér í lagi þegar haft er í huga að eldri afbrigði frjálshyggjunnar, til dæmis í búningi Adams Smith og Mills, leggja aðra merkingu í frelsishugtakið og hafa aðra afstöðu til ríkis, ríkisvalds og ríkisafskipta, svo eitthvað sé nefnt. Þannig skyggir hugmyndasambræðsla Einars Más til dæmis á þá mikilvægu staðreynd að hugmyndin um velferðarsamfélagið er samrýmanleg klassískri frjálshyggju eða a.m.k. einstökum höfundum hennar á borð við Mill.42 Á sama hátt og Einar Már skipar eldri jafnt sem yngri afbrigðunum undir sama hatt „frjálshyggju“ - þau yngri hefði til dæmis mátt nefna „nýfrjálshyggju" í að- greiningarskyni - er, eins og við munum sjá í næsta hluta, hugtak hans „formgerð- arhyggja" sömuleiðis svo umfangsmikið að það spyrðir saman afar óh'k fyrirbæri. IV. Tískufrœðileg greining (póst)strúktúralismans Þegar Einar Már útlistar tískufræðilega greiningu sína - sem hann viðurkennir að byggi að hluta til „fremur á innsæi blaðamanna en einhverjum sérstökum rann- sóknum" (181) - telur hann til tólf atriði sem einkenna andleg tískufyrirbæri (86- 88).43 Umrædd atriði verða ekki endurtekin hér en þó má geta þess að ýmis ein- kenni tískufyrirbæranna virðast nánast trúarlegs eðlis: engin rök bíta á þau, menn bera „lotningu" fyrir þeim, „engin rök eru borin fram fyrir tískukenningu, heldur er henni slegið fram í mynd trúarsetninga“ (87), tískan er einráð og andstæðingar hennar „villutrúarmenn". Tískuhreyfingar sæta engu aðhaldi: „Það skiptir engu 41 Ólafur Björnsson, „Hvað er frjálshyggja?", Morgunb/aðið 23. apríl 1987, s. 18. 42 Sjá t.d. John Stuart Mill, Fre/sið, þýð. Jón Hnefill Aðalsteinsson og Þorsteinn Gylfason, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1978, s. 47. 43 Þegar fyrir rúmum aldarfjórðungi hafði Einar Már („Nýjar stcfnur í franskri sagnfræði", s. 223) orð á „þeim sið Frakka um þessar mundir að nota lýsingarorðið ,nýr‘ um öll þau tízkufyrirbæri, sem koma upp í landinu" og talaði í því samhengi um „innihaldslausar tízkubólur eins og hina svokölluðu ,nýju heimspeki‘“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.