Hugur - 01.01.2008, Side 164

Hugur - 01.01.2008, Side 164
162 Hjörleifur Finnsson og Davíö Kristinsson En sú mynd sem þar er dregin upp af æviferli, verkum og persónu Alt- hussers og hlutverki konunnar í lífi hans virðist hins vegar nokkuð nálægt sannleikanum. [...] Dómur eftirtímans virðist nú vera sá, að það [framlag hans á sviði heimspekinnar] sé harla takmarkað, hugmyndir sínar hafi hann sótt í smiðju til annarra, eins og hann er látinn segja í leikritinu (og sjálfsævisagan styður það), og útfært þær einstrengingslega með alls kyns málskrúði, sem kastaði ryk í augu stúdenta. Maður hefúr þá óþægilegu tilfinningu að þetta hafi allt verið blekkingavefúr. (107) Þótt Althusser kunni að hafa verið fúll hógvær í sjálfsævisögu sinni er varla sann- gjarnt að auðkenna marxistann þannig að hann hafi sótt hugmyndir sínar til annarra hugsuða. Vera kann að Einari Má takist á þennan hátt að sannfæra þá sem lítið þekkja til Althussers um að hann hafi verið ófrumlegur ritþjófúr. Þeir sem einhverja innsýn hafa í fræðin vita hins vegar að frumkvöðlarnir eru fáir og meta af þeim sökum ekki heimspekinga út frá því hvort þeir hafi sótt í smiðju til annarra heldur því hvað þeir reistu sjálfir úr kubbunum sem þeir fengu lánaða hjá öðrum.s° Althusser var undir áhrifúm franskra vísindaheimspekinga á borð við lærimeistara hans Gaston Bachelard sem Einar Már nefnir ekki. Frumleiki Althussers fólst ekki í því að skapa heiminn úr engu heldur m.a. í því að styðjast í rannsókn sinni á verkferli Marx við hugtök (t.d. „þekkingarfræðilegt rof‘) sem Bachelard hafði þróað með hliðsjón af sögu raunvísindanna. Einar Már gefur í skyn að heimspeki Althussers hafi verið svo loftkennd að blekkja þurfti nemendurna til þess að þeir yrðu þess ekki varir: „I blaðadómum um leikritið sagði, að fyrrverandi nemendur hans skömmuðust sín nú fyrir að hafa látið blekkjast." „Eftir Althusser liggur nú fátt bitastætt nema þessi sjálfsævisaga“ (107), skrifar Einar Már og maður spyr sig hvort hann byggi dóm sinn á lestri verka heimspekingsins, sem hann nefnir varla einu orði, eða hvort sjálfsævisagan sé eina ritið sem hann telur sig þurfa að blaða í til að geta síðan leitt íslenska lesendur í allan sannleika um heimspeki Althussers. Tískugreining Einars Más, sem gengur út frá því að fræðimenn komist upp með hvaða þvælu sem er, van- metur alfarið það aðhald sem er ríkjandi innan háskólasamfélagsins. Ein af mörg- um óskrifuðum reglum sem ríkja þar á bæ er á þá leið að heimspekirit verða ekki metin út frá leikhúsdómum. Samkvæmt Einari Má þykist Foucault, eins og Althusser, vera að gera eitthvað nýtt þótt það sé ekki raunin: „hann nefnir ekki þá sem kalla mætti forvera hans í sagnfræði en reynir að láta líta svo út að rannsókn hans sjálfs sé ný og af allt öðru tagi“ (118). Nú hafði Foucault lítið álit á söguspeki heimspekinga en þeim mun meira álit á heimspekilegri vísindasögu hugsuða á borð við Bachelard og George Canguilhem. Þar að auki bar Foucault, rétt eins og Einar Már, mikla virðingu fyrir Annálaskólanum í sagnfræði. Þegar Foucault sendi frá sér Sögu geðveikinnar á 50 Um Einar Má skrifar Stefán Snævarr („Sæmi fróði skrifar bréP): „Hann heldur Sartre mjög á lofti en láist að geta þess að Veran og neindin er undir vægast sagt sterkum áhrifum frá Heidegger, sumt næstum stolið." En tilvistarstefnan virðist vera í of miklu uppáhaldi hjá Einari Má til þess að áhyggjur hans af meintum stuldi Foucaults og Althussers kvikni í tilviki Sartres.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.