Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 167
Sápukúlur tískunnar“
165
verulegri útbreiðslu - Einar Már vísar til bókarinnar án þess að nafngreina hana
eða höfúndinn62 - hefði hann fúndið eftirfarandi upphafslínur í kaflanum um
formgerð arhyggj u:
I raun er ekki til nein strúktúralísk heimspeki sem greina mætti frá
öðrum heimspekistefnum á borð við fyrirbærafræði. „Formgerðarhyggja"
er þegar upp er staðið ekkert annað en nafn á vísindalegri aðferð. Ahrif
formgerðarhyggjunnar á orðræðu heimspekinnar eru samt sem áður
óvefengjanleg [...].'63
Helsti keppinautur hinnar ráðandi sjálfsveruheimspeki tilvistarstefnunnar og
fyrirbærafræðinnar var formgerðarhyggjan með Lévi-Strauss í fararbroddi. Mann-
fræðingurinn réðst til atlögu gegn sjálfsveruheimspeki Sartres og hóf félagsvísind-
in upp yfir heimspekina sem hafði verið ráðandi innan háskólasamfélagsins í ald-
arfjórðung eða frá því að Durkheim-skólinn tók að dala. Andspænis sterkri stöðu
félagsvísindanna og kreppu heimspekinnar gátu ungu heimspekingarnir, sem
komu fram um miðjan sjöunda áratuginn, ekki lengur leyft sér að hæðast að
félagsvísindunum eins og tíðkast hafði. Eins og formgerðarhyggjusinnar losuðu
þeir sig við hina hefðbundnu sjálfsveru heimspekinnar en héldu þó sérkennum
sínum sem heimspekingar. Þeir gátu hvorki samsamað sig formgerðarhyggjunni
sem var, eins og Descombes bendir, á vísindaleg aðferð, né þeim fræðigreinum þar
sem hún var ráðandi, t.d. mannfræði eða málvísindum. Sumir þeirra fóru því þá
leið að skíra heimspekiiðkun sína, sem var á mörkum heimspeki og vísinda, nöfn-
um sem minntu á heiti vísindagreina, t.d. skriftarfræði Derrida eða fornminja- og
sifjafræði Foucaults. Þá síðarnefndu kenndi Foucault ekki við sifjafræðileg félags-
vísindi Durkhcim-skólans heldur heimspeki Nietzsches. I ljósi þess að orðræða
þessara heimspekinga varð fyrir áhrifúm af uppgangi formgerðarhyggjunnar er
viðeigandi að nefna þá póststrúktúralista. Deleuze fór hins vegar ekki þessa leið
og leit ávallt á sig sem heimspeking í hefðbundnum skilning. Þar af leiðandi er
vandkvæðum bundið að titla hann póststrúktúralista - hvað þá formgerðarhyggju-
sinna - þótt hann hafi skrifað grein um formgerðarhyggju nokkrum árum eftir að
hún hafði runnið sitt skeið á enda.64 Hvað Lyotard varðar er hann kapítuli út af
fyrir sig. Ein leið af mörgum væri að tengja hann frekar við hugtakið póstmód-
ernisma.65
62 Þótt Einar Már nefni ekki höfúndinn er ljóst að hann á við þetta sama rit þegar hann skrifar:
„Franskur heimspekingur [...] skrifaði sögu nútímaheimspeki í landinu fyrir enska lesendur
[...] (bókin var gefin út 1979)“ (296).
63 Vincent Descombes, Le méme et l'autre, París: Minuit 1979; ensk þýð. Modern French Philosophy,
Cambridge: Cambridge University Press 1980, s. 77.
64 Gilles Deleuze, „A quoi reconnait-on le structuralisme?", í Fran^ois Chátelet (ritstj.), La
philosophie au XXéme siécle, París: Hachette 1973, s. 293-329.
65 Jean-Fran^ois Lyotard, La condition postmoderne, París: Minuit 1979. Rit Lyotards Economie
libidinale (1974) afgreiðir Einar Már í örfáum orðum og velur til þess eftirfarandi setningu
úr ritinu: „Hvað gerði Marx með vinstri hendinni meðan hann var að skrifa Das KapitaP“ I
framhaldinu beitir Einar Már eftirfarandi mælskubrögðum og talar beint til lesandans: „Þú
hefur stundum átt erfitt með að trúa mér, og er ég hræddur um að nú haldir þú að ég sé farinn