Hugur - 01.01.2008, Page 169
Sápukúlur tískunnar"
167
Nú hafa lesendur afar óh'kar forsendur, allt eftir þeirri þjálíun sem þeir hafa hlotið,
til að lesa fræðilega texta. Það er því fráleitt að tala um „lesendur" sem einsleitan
hóp líkt og Einar Már gerir. Oháð því hvaða álit maður hefur á þeirri tegund
heimspeki sem Derrida iðkar er erfitt að ímynda sér Foucault eða aðra þjálfaða
fræðimenn gefast upp á lestri rits eftir Derrida vegna þess að það var svo erfitt
aflestrar. Auðvitað skilja innvígðir texta hver annars. Derrida er ekki í hópi auð-
lesnustu heimspekinga en sú hugmynd er fráleit að hugsuðir séu almennt með-
vitað að reyna að skrifa texta sem óinnvígðir eigi erfitt með að lesa - ekki frekar
en að Einar Már sé meðvitað að sletta óþýddri latínu inn í textann (166) til þess
að gera lesanda sem hefur ekki kunnáttu á því sviði erfitt fyrir.
Eitt af því sem vefst fyrir Einari Má hjá meintum talsmanni formgerðarhyggj-
unnar er þetta: „I ritum sínum á Derrida til að skrifa orð en krossa jafnframt yfir
það og meinar hann þá með þessu að það sé alls ekki rétta orðið, en ekkert annað
orð sé til, þetta sé í rauninni alls ekki hægt að segja.“ (125) Sá sem eitthvað þekkir
til meginlandsheimspeki myndi mögulega kenna þetta við svonefnda „neikvæða
guðfræði" og benda á að þetta stíleinkenni Derrida hafi ekkert með formgerð-
arhyggju að gera heldur sé það komið frá þeim heimspekingi sem hafði einna
mest áhrif á hann, Heidegger.661 þokkabót hafa Heidegger og Nietzsche lítið með
formgerðarhyggju að gera eins og Einar Már virðist halda:
Samkvæmt orðanna hljóðan hefði þessi formgerðarhyggja átt að vera
sprottin upp úr málvísindum, enda voru frumkvöðlar hennar gjarnir á að
flagga slíkum fræðum, en hún var eigi að síður greinilega undir sterkum
áhrifum frá Heidegger og frá Nietzsche og mótaðist fyrst og fremst af
þeim. (115)
Fyrirmynd formgerðarhyggjunnar voru málvísindi Saussure. Margir þeirra heim-
spekinga sem telja mætti til póststrúktúraUsma studdust við heimspeki Nietzsches
en það væri fulllangt gengið að fullyrða að Heidegger væri þar sérstakur áhrifa-
valdur þótt segja megi Derrida lærisvein hans. Pierre Bourdieu, sem Einar Már
telur sömuleiðis til formgerðarhyggju, varð fyrir takmörkuðum áhrifum frá þýsku
heimspekingunum tveimur. Horfa mætti framhjá því að Derrida getur, ólíkt
Bourdieu á yngri árum, ekki talist formgerðarhyggjusinni. Telja mætti hugsuðina
tvo þess í stað póststrúktúralista að því leyti sem þeir gagnrýna Lévi-Strauss. Sú
gagnrýni Bourdieus að Lévi-Strauss horfi framhjá stjórnlist og félagsmótun
66 Einar Már segir að bent hafi verið „á að einn kaflinn í riti Foucaults Ordin og hlutirnir sé með
öllu óskiljanlegur ef menn eru ekki áður búnir að kynna sér lítt þekkt rit eftir Heidegger,
sem hann vísar að sjálfsögðu ekki til.“ (127) Nú er reyndin sú að enginn kafli Les mots et le
choses (1966) er nálægt því að vera óskiljanlegur, jafnvel þótt lesandinn hafi ekki lesið allan
Heidegger. Eftir að hafa skammað Foucault fyrir að vísa ekki í ritið er „vísindamaður einn“
kynntur til sögunnar án þess að Einar Már nafngreini fræðimanninn. Þeir sem þekkja til vita
að um er að ræða eðlisfræðiprófessorinn Alan Sokal sem Sokal-málið (1996) svonefnda er
kennt við.