Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 12
Stjórn félagsins vill þakka framkvæmdastjóra félagsins og starfsfólki skrifstofunnar fyrir
þeirra vinnu. Fjöldi einstaklinga leitar til skrifstofunnar vegna ýmissa erinda. Nú í
seinni tíð hafa spurningar vegna starfa erlendis aukist og hefur starfsfólk skrifstofurtnar
leitast við að greiða götu þeirra er þangað leita eins og kostur er. Samrekstur félaganna
hefur verið með ágætum og þakkar formaður TFI samstarfið.
INNGANGUR RITSTJÓRA
Þessi árbók er hin tuttugasta og önnur í röðinni, en sú fyrsta kom
út árið 1988. Allir félagsmenn í VFÍ og TFÍ fá bókina í hendur en
hún er innifalin í félagsgjöldum. Auk þess fá hana nokkrir tugir
Ragnar Ragnarsson áskrifenda, henni er dreift á bókasöfn og hún gefin við ýmis tæki-
ritstjóri Árbókar vfI/tfI færj. Heildarupplag bókarinnar er 2400 eintök.
í fyrsta kafla bókarinnar er greint frá félagsstörfum innan VFÍ og
TFÍ og nokkrum félögum tengdum þeim. í öðrum kafla, tækni-
annálnum, er farið vítt og breitt yfir tæknisviðið og helstu
framkvæmdir. I kaflanum um þróun efnahagsmála er gerð grein
fyrir áhrifum fjármálakreppunnar og í kjölfarið hruns bankanna á efnahag þjóðarinnar.
í þriðja kafla er fyrirtækjum gefinn kostur á að kynna starfsemi sína með því að segja frá
því markverðasta eða birta tæknigreinar er varða fyrirtækin. í fjórða kafla eru þirtar
ritrýndar vísindagreinar en þeim fimmta almennar tækni- og vísindagreinar.
Að þessu sinni eru birtar 22 kynningar- og tæknigreinar frá fyrirtækjum í þriðja kafla
bókarinnar. í fjórða kaflanum eru birtar þrjár ritrýndar vísindagreinar og í þeim fimmta
sjö almennar tækni- og vísindagreinar.
Ritstjóri leggur áherslu á, eins og kostur er, að efni í árbókinni sé fjölbreytilegt og höfði til
félagsmanna VFÍ og TFÍ. Vegna takmarkaðs pláss eru höfundar beðnir um að koma efni
frá sér í sem stystu máli, en þó án þess að það komi niður á gæðum.
Jóhönnu Hörpu Ámadóttur, formanni VFÍ, og Bergþóri Þormóðssyni, formanni TFI,
ásamt öðrum félagsmönnum sem lögðu hönd á plóginn, er hér þakkað fyrir gott samstarf
við gerð árbókarinnar. Árni Björnsson framkvæmdastjóri og allt starfsfólk á skrifstofu
félaganna fá þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á árinu, svo og Pétur Ástvaldsson sem
annaðist allan prófarkalestur bókarinnar. Höfundum vísinda- og tæknigreina er þakkað
fyrir vandaðar greinar og enn fremur ritrýnendum vísindagreina. Loks eru fyrirtækjum
og stofnunum færðar þakkir fyrir fróðlegar kynningar- og tæknigreinar og fjárframlög til
gerðar bókarinnar.
Það er von mín að félagsmenn hafi ánægju og fróðleik af lestri árbókarinnar og óska ég
þeim öllum velfarnaðar á nýju ári.
A
bók VFl/TFl 2010