Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 16
Ritröð VFÍ
Á 90 ára afmæli Verkfræðingafélag íslands var ákveðið að ráðast í útgáfu ritraðar sem
lyki með útgáfu á Sögu VFI á hundrað ára afmæli félagsins 19. apríl 2012.1 ritröðinni eru
nú komnar út sex bækur:
• Frumherjar í verkfræði á Islandi (2002).
• Afl í segulæðum. Saga rafmagns á íslandi í 100 ár (2004).
• í ljósi vísindanna. Saga hagnýtra rannsókna á íslandi (2005).
• Brýr að baki. Brýr á íslandi í 1100 ár (2007).
• Sementsiðnaður á íslandi í 50 ár (2008).
• Verkin sýna merkin - Saga framkvæmda og verktakastarfsemi á íslandi (2009).
Stjórn ritraðarinnar skipa Hákon Ólafsson formaður, Fjóla Jónsdóttir og Jóhanna Harpa
Árnadóttir.
Verkin sýna merkin - Saga framkvæmda og verktakastarfsemi á íslandi
I desembermánuði 2009 kom út sjötta bókin í ritröð VFI og nefnist hún Verkin sýna
merkin - Saga framkvæmda og verktakastarfsemi á íslandi. í bókinni er fjallað um þróun
verklegra framkvæmda á Islandi frá fyrstu öldum íslandsbyggðar til dagsins í dag. Bókin
er yfir 300 blaðsíður með fjölda mynda og öll prentuð í lit. Höfundur er Sveinn
Þórðarson, en hann hefur ritað þrjár af fyrri bókum í ritröðinni. Formaður ritnefndar var
Páll Sigurjónsson verkfræðingur.
Á bókarkápu segir: „Öll mannvirki á íslandi eru í raun réttri spánný. Flest þau eldri eru
horfin með öllu og lifa einungis í örnefnum eða eru leifar sem jörðin geymir. Sum þeirra
sjást þó á gömlum myndum. Á þessu eru að vísu örfáar undantekningar en þær má telja
á fingrum sér. Margt hefur verið sagt um þá sem komu þar að verki en færra segir af þeim
sem fetuðu í fótspor þeirra og byggðu upp ísland nútímans. í þessari bók er sjónum fyrst
og fremst beint að þeim og verkum þeirra sem hvarvetna blasa við og eru hornsteinar
sérhvers nútímaþjóðfélags. Söguefnið er með öðrum orðum framkvæmdir og tilefni
þeirra og söguhetjurnar iðnlærðir menn, verkfræðingar og verktakar, bæði einstaklingar
og fyrirtæki."
Þríreinstaklingarhlutu heiðursmerki VFf.F.v.Jóhanna Harpa
Árnadóttir, form.VFl, Logi Kristjánsson, Áslaug Haraldsdóttir, Páll
Theódórsson og Árni Björn Björnsson.framkv.stj.VFÍ.
(Ljósm. Sigrún S. Hafstein)
Skemmtileg árshátíð
Árshátíð VFÍ var að venju haldin
fyrsta laugardaginn í febrúar og tókst
hún vel í alla staði. Aðalsteinn
Leifsson, lektor við HR og forstöðu-
maður MBA náms við skólann, flutti
hátíðarræðu. Yrsa Sigurðardóttir
verkfræðingur var veislustjóri. Að
loknum skemmtiatriðum og borð-
haldi lék hljómsveitin Saga Class
fyrir dansi.
Á árshátíðinni voru þrír einstakl-
ingar sæmdir heiðursmerki félagsins,
þau Áslaug Haraldsdóttir vélaverk-
fræðingur, Logi Elfar Kristjánsson
byggingarverkfræðingur og Páll
Theódórsson eðlisfræðingur.
1 4
Árbók VFl/TFl 2010