Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 19
1 •1 • 2 Skýrslur deilda, faghópa og nefnda VFÍ
starfsárið 2009-2010
Menntamálanefnd
Sk/pon nefndarinnar og fundir
Menntamálanefnd VFÍ var á starfsárinu skipuð eftirtöldum mönnum: Steindór
Guðmundsson formaður, Björn Karlsson, Einar Matthíasson, Ingunn Sæmundsdóttir,
Jenný Ruth Hrafnsdóttir, Sigurður M. Garðarsson og Þórður Helgason. Sigurður M.
Garðarsson er stjórnarmaður í ENSÍM-nefnd VFÍ, TFI og SV og situr hann jafnframt í
tnenntamálanefndinni. Um hlutverk og verkefni menntamálanefndar er fjallað í 19. grein
félagslaga VFÍ. Menntamálanefnd hélt alls tíu fundi á starfsárinu, voru þeir fundir
nr- 296-305. Venjulegur fundartími er annar fimmtudagur hvers mánaðar.
Umsóknir til félagsins
Umsóknir um inngöngu í félagið og leyfi til að kalla sig verkfræðing voru sem hér segir
a starfsárinu og til samanburðar eru umsóknir síðustu ára: Af 41 umsókn um inngöngu í
félagið voru 36 umsóknir samþykktar, fjórum var hafnað og umfjöllun um eina er ekki
lokið. Allar níu umsóknirnar um ungfélagaaðild voru samþykktar. Af 66 umsóknum um
starfsheitið voru 58 umsóknir samþykktar, sjö var hafnað og umfjöllun um eina er ekki
lokið. Þeir einstaklingar sem mælt var með að fái leyfi til að kalla sig verkfræðing og/eða
fengu samþykkta inngöngu í félagið voru alls 88 talsins. Umsóknir voru í heild mun færri
a síðasta starfsári en næstu þrjú ár þar á undan og mættu umsóknir um ungfélagaaðild
dæmis vera mun fleiri. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að ungfélagar verða
sjálfkrafa félagsmenn þegar þeir ljúka BS-prófi og er því mjög mikilvægt að fá sem flesta
l,ngfélaga inn í félagið.
fjöldi umsókna undanfarin ár \
Starfsár 09-10 08-09 07-08 06-07 05-06 04-05 03-04 02-03
lnnganga 41 77 57 66 47 42 51 53
Starfsheiti 66 97 99 72 75 51 50 53
Ongfélagaaðild 9 9 21 63 0 1 2 1
Umsóknir alls 116 183 177 201 107 102 103 107 y
Auk þessara hefðbundnu umsagna um inngöngu í VFÍ og um starfsheitið fjallaði nefndin
formlega um 16 umsóknir um inngöngu í SV fyrir stjórn SV. Þar af voru 13 samþykktar,
tveimur var hafnað og ein var dregin til baka.
^etta er þriðja starfsárið sem nefndin fjallar á formlegan og skipulegan hátt um umsóknir
fyrir SV. Árin þar á undan fjallaði nefndin um nokkrar slíkar umsóknir á ári, en mest-
ntegnis óformlega.
FVirspurnir um viðurkennda skóla og/eða námsbrautir
Auk þessara formlegu umsókna um inngöngu í félagið og leyfi til að nota starfsheitið
verkfræðingur bárust menntamálanefnd VFÍ allmargar fyrirspurnir um það hvort tiltekið
uam myndi verða viðurkennt sem fullnægjandi til þess að fá að nota starfsheitið verk-
1 7
Félagsmál VFl/TFl