Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 21
löggildingu. Flestar umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu hjá nefndinni, þ.e. nefndin mælti
með að umsækjandi fengi löggildingu á þeim sviðum sem umsókn náði til. Hjá nokkrum
umsækjendum var umsókn hafnað þar sem umsækjandi hafði ekki tilskilda reynslu eða
menntun á tilteknu sérsviði.
Rúnar G. Sigmarsson formaður
Kvennanefndar VFÍ
Starfsárið 2009-2010 var kvennanefnd VFÍ skipuð sömu aðilum og árinu áður, þ.e.
Guðrúnu Hallgrímsdóttur, Jóhönnu Hörpu Árnadóttur, Kolbrúnu Reinholdsdóttur,
Sveinbjörgu Sveinsdóttur og Örnu S. Guðmundsdóttur. Nefndin var á sínum tíma
stofnuð tii að hvetja konur til þátttöku í félagsstarfi VFI og til að mynda tengslanet kvenna
1 stétt verkfræðinga. Starfið hefur verið opið öllum verk- og tæknifræðingum, óháð
félagsaðild. Með þeim hætti er vonast til að ná til sem flestra tæknimenntaðra kvenna í
landinu. Samkvæmt félagatali eru nú 1307 félagsmenn í VFÍ, þar af eru konur 164 eða um
13%. Á starfsárinu sátu tvær konur í stjórn VFI, þær Jóhanna Harpa Árnadóttir formaður
°g Hrund Ólöf Andradóttir. í stjórnum nefnda og deilda félagsins sátu, auk stjómar
Kvennanefndar, samtals sex konur. í stjórn Stéttarfélagsins voru fjórar konur og í stjórn
Lífeyrissjóðs verkfræðinga var ein kona.
Haldinn var fyrirlestur á vegum KVFÍ 31. mars 2009, en þar fjallaði Kolbrún
Ragnarsdóttir um efnið „Það býr sigurvegari í þér! Um viðhorf og venjur þeirra sem ná
árangri". Var hann vel sóttur.
KVFI bauð kvenverkfræðinemum upp á fljótandi veitingar og húsnæði í VFÍ á Gala-
kvöldi þeirra 13. nóvember. Þar mættu um 70 verkfræðistúdínur og héldu fjórir kvenverk-
fræðingar erindi. Var gaman að skiptast á skoðunum við þennan glæsilega hóp.
Þann 26. nóvember efndi kvennanefndin til heimsóknar í Nýsköpunarmiðstöð íslands,
en hlutverk hennar er að hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda í
íslensku atvinnulífi.
24. febrúar 2010 bauð KVFÍ í boð til heiðurs Áslaugu Haraldsdóttur, sem nýverið var
sæmd heiðursmerki VFI og heiðruð af Samtökum kvenna í verkfræði í Bandaríkjunum.
Aslaug sagði frá starfsferli sínum og núverandi starfi hjá Boeing. Mjög góð þátttaka var
°g afar fróðlegt að heyra sögu Áslaugar.
A fundum félagsins var haldið áfram
við að undirbúa vinnu við að koma
sögu kvenverkfræðinga á bók. Nefnd
hefur það verkefni að leggja grunn að
efnistökum og finna rithöfund til
verksins. Einnig er unnið að umsókn-
Um um styrki til verkefnisins og eru
nokkrir þegar komnir í hús.
Samstarfi KVFÍ við Félag kvenna í
lögmennsku, læknastétt og endur-
skoðun var viðhaldið á árinu.
Haldnir hafa verið nokkrir fundir.
Arna S. Guðmundsdóttir
Frá fundi Kvennanefndar I apríl 2010.
(Ljósm. Siqrún S. Hafstein)
Félagsmál VFl/TFl