Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 30
septemberlaun félagsmanna. Fást þannig launaupplýsingar á sex mánaða fresti. Ffafin
verður útgáfa á markaðslaunatöflu tæknifræðinga á árinu og er það einnig hluti af sam-
starfi félaganna.
KTFÍ er deild innan Tæknifræðingafélags íslands. Félagið hefur sjálfstæðan fjárhag og
hefur fullt sjálfstæði til að vinna að bættum kjörum félagsmanna á hvern þann hátt sem
landslög leyfa. I því skyni fer félagið með samningsrétt fyrir hönd félagsmanna sinna um
launakjör.
Félagsmenn eru nú um 927, þar af starfa um 200 hjá ríkinu og opinberum hlutafélögum,
57 hjá Reykjavíkurborg og hlutafélagsvæddum stofnunum borgarinnar, um 40 eru frá
öðrum sveitarfélögum og um hafa 630 starfa á almennum vinnumarkaði, þ.e.a.s. hjá
verkfræðistofum, verktökum, iðnfyrirtækjum o.fl.
Kjarasamningar
Kjarasamningur KTFI við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) ákvarðar kjör langflestra
félagsmanna og var samið um framlengingu á honum í desember 2007og samið aftur í
júní 2008 með gildistíma til 30. apríl 2009. Aðrir kjarasamningar á einkamarkaði gilda til
loka árs 2010.
Kjarasamningar á opinberum vinnumarkaði voru lausir í byrjun vetrar 2008 og voru
gerðir skammtímasamningar við ríki, Reykjavíkurborg og launanefnd sveitarfélaga.
Kjarasamningar KTFÍ og FRV: Samningurinn var undirritaður 23. júní og gildir frá
1. ágúst 2008 til 30. apríl 2009.
Kjarasamningur KTFI og ríkisins:: Gengið var frá samningi við samninganefnd ríkisins,
í samvinnu með BHM, þann 28. júní 2008 þar sem gildandi samningur var framlengdur
frá 1. júní 2008 til 31. mars 2009. Litlar sem engar viðræður hafa verið á liðnu starfsári.
Kjarasamningur KTFÍ og Reykjavíkurborgar:: Samningur var undirritaður 30. nóvem-
ber 2008 og gilti frá 1. nóvember 2008 til 31. ágúst 2009. Lítið hefur verið um kjara-
viðræður á starfsárinu.
Kjarasamningur KTFÍ og launanefndar sveitarfélaga: Samningur var undirritaður
2. desember 2008 og gilti frá 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009. Engar viðræður eru í gangi.
Kjarasamningur KTFÍ og Orkuveitu Reykjavíkur: Gildistími frá 1. apríl 2008 til 31. des-
ember 2010.
Kjarasamningur KTFÍ og RARIK ohf.: Gildistími frá 1. maí 2008 til 31. desember 2010.
Auk þess að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna heldur stjórn KTFI ásamt skrif-
stofu félagsins utan um kjaratengda sjóði félagsmanna. Endurskoðandi KTFÍ og sjóða
KTFÍ er Kristinn Gestsson, löggiltur endurskoðandi.
Skýrsla Sjúkrasjóðs KTFÍ 2009
Stjórn sjóðsins er skipuð þeim Jóhannesi Benediktssyni formanni, Árna Þór Árnasyni og
Helga Baldvinssyni. Stjórn Sjúkrasjóðs hélt sex fundi á s.l. ári og úthlutaði 67 styrkjum til
félagsmanna að upphæð um 4,7 millj. kr. Um er að ræða mikla fjölgun styrkja frá fyrra ári
þegar úthlutað var 35 styrkjum að upphæð kr. 6,7 millj. kr.
Styrkveitingar skiptust þannig:
Dagpeningar: styrkir að upphæð 2,3 millj. kr.
Líkami og sál: 33 styrkir að upphæð 741 þús. kr.
Laseraðgerðir og gleraugu: 18 styrkir að upphæð 1.159 þús. kr.
Tannviðgerðir: 8 styrkir að upphæð 431 þús. kr.
2 8
Arbók VFl/TFl 2010