Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 34
menn og framkvæmdastjórar félaganna og á fundinum var EIK (Estonian Union of
Professional) í Eistlandi veitt full aðild að Nording. Á fundinum báru fulltrúamir saman
bækur sínar varðandi stöðu mála á vinnumarkaði og helstu verkefni hvers félags. Eðli
málsins samkvæmt var umræðan um efnahagsmál og hrun áberandi á fundinum.
Tíu félög eiga aðild að Nording og eru félagsmenn þeirra samtals um 445 þúsund. Meðal
verkefna Nording er samræming á stefnu félaganna í Evrópusamstarfi og að koma fram
fyrir hönd félaganna gagnvart Evrópusambandinu og stofnunum þess.
Á heimasíðu Nording er að finna ýmsar upplýsingar um starfsemina. Slóðin er:
http:/ / www.nording.org/
ANE
ANE (Association of Nordic Engineers) er tiltölulega nýr samstarfsvettvangur sem
félögin í Danmörku, Svíþjóð og annað af tveimur félögum í Noregi hafa sett á laggirnar
til að sinna sérstaklega samskiptum við Evrópusambandið. Starfsmaður ANE kynnti
starfið og kom þar margt fróðlegt fram. Meðal verkefna sem kynnt voru var þátttaka í
loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, framtíðarvinna með Lissabon-sáttmálann, ýmis
verkefni í vinnurétti, Blue Card (aðgangskort fyrir sérhæft starfsfólk frá löndum utan EES
svæðisins) og vinna við þróun á tengslaneti við Evrópusambandið og ráð og nefndir
þess. Norrænu félögin hafa ekki verið samstíga í þessu starfi en segja má að IDA sé
aðaldriffjöðurin í því.
Heimsókn IDA
Dagana 29.-30. apríl 2009 voru staddir hér á landi tveir fulltrúar IDA, danska verk-
fræðinga- og tæknifræðingafélagsins. Lars Bytoft, formaður félagsins, og Ib Oustrup
framkvæmdastjóri funduðu með forsvarsmönnum VFÍ, TFÍ og SV og ræddu ýmis
málefni er varða rekstur og þjónustu félaganna, kjaramál og vinnumarkað. Þeir voru
gestir á samlokufundi 29. apríl og kom fram að IDA vill gjarnan aðstoða félögin og ekki
síður þá félagsmenn sem hafa hug á að reyna fyrir sér á dönskum vinnumarkaði. Á fund-
inum kynnti Lars Bytoft þá aðstoð sem IDA getur veitt. í gildi er samkomulag milli nor-
rænna félaga verkfræðinga og tæknifræðinga um gestaaðild. Samkomulagið geta þeir
félagsmenn nýtt sér sem starfa í norrænu landi utan heimalands síns.
Samstarf VFÍ, TFÍ og Stéttarfélags verkfræðinga
Nú eru rúm tvö ár síðan rekstur sameiginlegrar skrifstofu VFÍ, TFÍ og SV hófst. Ekki er
hægt að segja annað en að markmiðin hafi náðst og gott betur. Samstarf félaganna hefur
aukist jafnt og þétt og er það góðs viti fyrir framtíðina. Starfsemin skiptist í þrjú svið:
Kjarasvið, útgáfu- og kynningarsvið og fag- og fjármálasvið. Þrúður G. Haraldsdóttir er
sviðsstjóri kjaramála, Sigrún S. Hafstein er sviðsstjóri útgáfu- og kynningarsviðs og Árni
B. Bjömsson er yfir fag- og fjármálasviði og er hann jafnframt framkvæmdastjóri félaganna.
Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar
Tilgangur félagsins er m.a. að stuðla að góðri stærðfræðikennslu á grunnskólastigi. Einn
fundur var haldinn í stjórn félagsins en fyrir hann höfðu Samtök iðnaðarins sagst vilja
slíta félaginu. Þau telja það hafa komið góðum verkum áleiðis sem unnt er að vinna
áfram án þess að reka til þess sérstakt félag. Aðrir stjórnarmenn töldu ávinning af því að
hafa áfram til formlegt félag sem samræðu- og samráðsvettvang. Niðurstaðan varð að
félagið haldi áfram starfsemi á breyttum grunni. Tilgangur félagsins sé fyrst og fremst að
vera samráðsvettvangur stofnaðila. Núverandi eignir verða notaðar í þágu málstaðar og
verkefna sem félagið berst fyrir.
Arbók VFl/TFl 2010