Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Side 36
Skrifað undir samstarfssamning félaganna við
Endurmenntun HÍ.Árni B.Björnsson,framkv.stj.
félaganna og Kristín Jónsdóttir endurmennt-
unarstjóri. (Ljósm. Sigrún S. Hafstein)
verkfræðinga og tæknifræðinga. VFÍ og TFÍ hafa frá
upphafi verið aðilar að Endurmenntun HÍ og eru
því heiðurssamstarfsaðilar Endurmenntunar. 1
septembermánuði 2009 var skrifað undir formlegan
samstarfssamning Endurmenntunar HI og félag-
anna þriggja,VFÍ, TFÍ og SV. Markmið samningsins
er að auka framboð á námskeiðum, vinna saman að
kynningu þeirra og efla tengsl skrifstofu félaganna
við Endurmenntun HÍ. Þá hefur Endurmenntun
boðið félagsmönnum VFÍ, TFI og SV valin nám-
skeið á sérstökum afsláttarkjörum. ENSÍM-nefndin,
vinnur að því að auka framboð af námskeiðum og
eru m.a. niðurstöður fræðslukannana hafðar til
hliðsjónar.
Norðurlandsdeild VFÍ og Norðurlandsdeild TFÍ
Aðalfundur VFÍ
Aðalfundur NVFÍ var haldinn 28. mars 2009. Á dagskrá aðalfundar voru hefðbundin
aðalfundarstörf. Stjórn var endurkosin með þeirri breytingu að Bergur Steingrímsson og
Pétur Bjarnason skiptu um embætti. Stjórnina skipa Kristinn Magnússon, Bergur
Steingrímsson, Ásgeir ívarsson, Jón Magnússon og Oddný Snorradóttir. Varamenn eru
Pétur Bjarnason og Sigurjón Jóhannesson. Stjórnin skipti síðar með sér verkum og er
Bergur ritari og Ásgeir gjaldkeri. Endurskoðendur voru endurkjörnir, þeir Eiríkur
Jónsson og Pétur Torfason.
Aðalfundur TFÍ
Aðalfundur NTFÍ var haldinn 28. mars 2009. Á dagskrá aðalfundar voru hefðbundin
aðalfundarstörf. Stefán Steindórsson var endurkjörinn formaður og Ólafur Baldvinsson
gjaldkeri og Tómas Björn Hauksson ritari voru einnig endurkjörnir. Varamenn voru
endurkjörnir þeir Steinar Magnússon og Ólafur Sigurðsson. Endurskoðendur voru
endurkjörnir Birgir Baldursson og Heimir Gunnarsson.
Síldarkvöld: Árlegt síldarkvöld NTFÍ og NVFÍ var haldið með skemmri skírn að loknum
aðalfundarstörfum. Flutti Björn Gunnarsson rektor RES-orkuskóla erindi um starfsemi
skólans og Franz Árnason fundarstjóri, forstjóri Norðurorku, flutti erindi um Þeistareyki.
Stjórnarfundir: Stjórn fundaði fimm sinnum á starfsárinu. Þessir fundir voru allir nema
einn haldnir með stjórn NTFI. Fundirnir voru misjafnlega vel sóttir. Möguleikar á
sameiningu Norðurlandsdeilda voru athugaðir. Samkvæmt lögum móðurfélaganna
mátti ekki leggja niður núverandi deildir, heldur bæta við nýrri yfirstjórn beggja félaga.
Þetta hefði síst einfaldað stjórnunarhætti og mönnun stjórna, því var ákveðið að halda
óbreyttu fyrirkomulagi um sinn.
Haustferð: Farið var í kynningarferð til Siglufjarðar 17. október, alls um 20 manns. Komið
var við hjá Sigurjóni Magnússyni, slökkvi- og sjúkrabílasmið, og farið í gegnum
Héðinsfjarðargöng í fylgd með Oddi Sigurðssyni frá Geotek. Á Siglufirði heimsóttum við,
í fylgd Sigurðar Hlöðverssonar og Ólafs Sigurðssonar, Rauðku, Primex, SR-vélaverk-
stæði, fiskimjölsverksmiðjuna, JE-vélaverkstæði, Síldarminjasafnið og litum á snjóflóða-
varnargarðana. Að loknum kvöldverði var lagt af stað til Akureyrar um Lágheiði í
stórhríð og þæfingi.
3 4
Arbók VFl/TFl 2010