Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 38
Aðalfundur FEANI er haldinn í september á hverju ári í einhverju aðildarlandanna, sem
nú eru 32 talsins eftir aðalfundinn 2009. íslandsnefndin hefur lagt áherslu á að senda full-
trúa á aðalfundinn á hverju ári, að jafnaði formann nefndarinnar sem hann sækir, og nú
var það Steindór Guðmundsson.
FEANI starfar einkum í þremur málaflokkum. Haldnir eru nokkrir fundir á ári þar sem
fulltrúar aðildarlandanna hittast og vinna að viðkomandi málaflokki. Þessir málaflokkar
eru í fyrsta lagi endur- og símenntunarmál (Continuing Professional Development,
CPD). I öðru lagi eru það menntamál, úttekt á námsbrautum og eftirlit með veitingu
Eur.Ing.-titilsins (European Monitoring Committee, EMC). I þriðja lagi eru svo
Evrópumálin, áhrif tæknimanna í Evrópu og samskipti við ESB.
íslandsnefnd FEANI hefur ekki tekið virkan þátt í fundum um þessa málaflokka hingað
til, nema þeim fundum sem haldnir eru í tengslum við ársfundinn á hverju ári.
Ársfundur FEANI
Ársfundur FEANI 2009 var haldinn 30. sept-2. okt 2009 í Haag í Hollandi. Þátttakendur
frá nánast öllum aðildarþjóðunum sóttu fundinn, auk starfsfólks skrifstofunnar í Brussel.
Aðalfundurinn sjálfur var haldinn 2. október, en hina dagana voru fundir á vegum CPD
og EMC. Einnig var haldinn kynningar- og umræðufundur („workshop") í hálfan dag
um mikilvægustu verkefni og framtíðarstarfsemi FEANI. Fram kom hjá flestum að
mikilvægustu verkefni FEANI væru vottun („accreditation") og viðurkenning („recogni-
tion") skóla og námsbrauta, svo og að auðvelda hreyfanleika verkfræðinga og tækni-
fræðinga milli landa („mobility"). Þá var einnig lögð áhersla á hlutverk FEANI sem
þrýstihóps gagnvart þingi og stjórnkerfi Evrópusambandsins til að vinna að framgangi
tæknimála og að gæta hagsmuna tæknimanna í Evrópusambandinu.
Creinargerð um helstu málefni aðalfundar
Forseti FEANI, Lars Bytoft frá Danmörku, flutti skýrslu stjórnar, þar sem m.a. kom fram
að fjárhagur FEANI er áfram í góðu lagi. Góðar heimtur hafa verið á árgjöldum til FEANI
og reikningar voru samþykktir ásamt fjárhagsáætlun. Árgjöldin verða óbreytt næsta ár.
Farið var yfir nokkur verkefni sem hafa verið í gangi hjá FEANI.
Helsta verkefnið hefur verið nýtt gæðamatskerfi fyrir háskóla og tækniháskóla sem
kenna verkfræði og tæknifræði: „ENAEE / EUR-ACE accreditation". 1. okt. 2009 höfðu
350 námsbrautir fengið þessa nýju vottun og hafa þær verið teknar upp í FEANI-INDEX
ásamt öðrum viðurkenndum námsbrautum. Flestar af þessum 350 námsbrautum eru við
skóla sem ekki hafa áður verið vottaðir, m.a. í Rússlandi, en írar hafa til dæmis keyrt sitt
skólakerfi í gegnum þessa nýju gæðavottun.
Annað verkefni er um svokallað ENGCARD-skírteini sem eiga m.a. að auðvelda fólki að
flytja sig milli landa og að fá vinnu í öðrum Evrópulöndum. Þetta verkefni hefur verið á
döfinni í nokkur ár og m.a. fengið styrk frá ESB, en vegna lítils áhuga aðildarlanda
FEANI er ekki líklegt að það verði sett í framkvæmd.
Þriðja verkefnið er síðan þátttaka FEANI í ESB-verkefni um röðun háskóla „Ranking of
Universities", sem er að fara af stað. í fyrsta áfanga verða skoðaðar háskólar eða deildir
sem kenna annars vegar verk- og tæknifræði og hins vegar hag- og viðskiptafræði.
f lok fundarins voru greidd atkvæði um inngöngu Króatíu í FEANI, sem var samþykkt
nánast samhljóða. Þar með eru aðildarþjóðimar orðnar 32.
Næsti aðalfundur var haldinn haustið 2010 í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, og 2011 verður
aðalfundurinn haldinn í Genf í Sviss. Veffang: www.feani.org.
Steindór Guðmundsson, formaður íslandsnefndar FEANI
3 6
Arbók VFl/TFl 2010