Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Síða 60
fundi 2009 lagði stjórn til skerðingu á áunnum réttindum um 10% og 5% skerðingu á
framtíðarréttindum. Sú aðgerð lagaði tryggingafræðilega stöðu sjóðsins um 6,7 prós-
entustig eða í 10,1%.
Staða áfallinna skuldbindinga var neikvæð um 11.947 m.kr. í lok árs 2009 eða -30,1% af
áföllnum skuldbindingum. Tryggingafræðileg staða vegna væntra framtíðariðgjalda var
hins vegar jákvæð um 1.530 m.kr. eða um 5,0% af framtíðarskuldbindingum. Samanlagt
var tryggingafræðileg staða sjóðsins neikvæð um 10.417 m.kr. eða sem nemur -14,8% af
heildarskuldbindingum.
Aðalfundur 2010 samþykkti tillögu stjórnar um að skerða áunnin réttindi (áfallið) um
10%. Við þessa aðgerð lagast tryggingafræðileg staða sjóðsins úr -14,8% í -9,8%. I
aðgerðaráætlun stjórnar er lagt til að koma tryggingafræðilegri stöðu niður undir -5%
eftir tvö ár og í jafnvægi eftir fimm ár.
2.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2005 2006 2007 2008 2009
■■ lögjöld ......Fjöldi, hægri ás
Iðgjöld.
í milljónum króna.
\
250
200
150
100
50
0
2005 2006 2007 2008 2009
— Lifeyrir ■ Fjöldi, hægri ás________
Lífeyrisgreiðslur.
í milljónum króna.
......Karlar 11 1 Konur
Samtals Hlf.kvenna, hægri ás
Meðalfjöldi sjóðfélaga.
Eftir kynjum.
Iðgjöld og lífeyrir
Iðgjöld til samtryggingardeildar lækkuðu um 9,2% á milli áranna
2008 og 2009 og voru 2.060 m.kr. á árinu 2009. Á sama tíma fjölgaði
þeim sem greiddu í sjóðinn á síðasta ári um níu. Ástæður lækk-
unar iðgjalda má því rekja til launalækkunar eða atvinnuleysis
meðal sjóðfélaga.
Sá hluti lögboðins iðgjalds til samtryggingardeildar sem er
umfram 10% færist í séreignarsparnað viðkomandi sjóðfélaga.
Oftast er það 2% en getur verið hærri tala. Sjóðfélagar geta ráð-
stafað þessu umframiðgjaldi í einhverja af séreignarleiðum
sjóðsins eða til baka í samtryggingardeild og aukið þar með rétt-
indi sín í sjóðnum.
Lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega samtryggingardeildar námu
429 m.kr. á árinu 2009 og var það aukning um 19,6% frá fyrra ári.
Greiðslubyrði sjóðsins er enn nokkuð lág miðað við aðra sjóði eða
rúm 20% af iðgjöldum. Það stafar einkum af tvennu, annars vegar
er meðalaldur sjóðfélaga nokkuð lágur vegna nýliðunar og hins
vegar er örorkubyrði sjóðsins minni en almennt gerist. Lífeyris-
byrði hefur þó hækkað verulega á undanförnum árum en hún var
13,3% árið 2006. Meðalfjöldi lífeyrisþega var 229 á árinu og fjölg-
aði þeim um 17 frá fyrra ári. Mikil hækkun lífeyrisgreiðslna
umfram fjölgun lífeyrisþega stafar aðallega af hækkun verðlags
um 8,6% á árinu þar sem lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar.
Lífeyrisgreiðslur skiptust þannig að greiðslur til ellilífeyrisþega
voru 77,9% af heildarlífeyrisgreiðslum, örorkulífeyrir var 8,6%,
makalífeyrir 12,2% og barnalífeyrir var 1,3%.
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga er sá fjöldi sem greiðir iðgjöid að
jafnaði allt árið. Á árinu 2009 var meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
2.621 þar af 2.108 karlar og 513 konur. Hlutfall kvenna í sjóðnum
hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Árið 2001 var hlutfall
kvenna 13,3% af meðalfjölda virkra sjóðfélaga en var komið upp í
19,6% árið 2009. Alls greiddu 2.885 sjóðfélagar iðgjöld í sjóðinn á
árinu og 3.824 áttu réttindi í sjóðnum í árslok.
5 8
Arbók VFl/TFl 2010