Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Síða 62
nýrra fjárfestinga. Einnig er óheimilt að nota gjaldmiðlasamninga til að verjast sveiflum
í gengi krónunnar. Sjóðurinn var með samninga um gjaldmiðlavarnir hjá tveimur
viðskiptabankanna sem féllu haustið 2008. Enn er óuppgert tap á gjaldmiðlavörnum frá
fyrra ári vegna ágreinings um uppgjör samninga.
Stjórn sjóðsins hefur þegar endurbætt eigna- og áhættustýringarreglur sjóðsins í kjölfar
áfallanna sem sjóðurinn hefur orðið fyrir á árunum 2008 og 2009.
Sjóðfélagalán
Arion Banki, aðalútibúið við Hlemm, sér um afgreiðslu nýrra
sjóðfélagalána fyrir sjóðinn eftir að SPRON fór í þrot á árinu 2009.
Arion sér einnig um alla aðra umsýslu vegna lánanna, s.s. veð-
flutninga, skuldbreytingar o.fl. Hægt er að beina fyrirspumum
um lán á netfangið lifsverk@arionbanki.is.
Ný lán til sjóðfélaga námu 178 m.kr. á árinu 2009 sem er veruleg
lækkun frá árinu á undan. Alls voru afgreidd 30 ný lán á árinu. Til
samanburðar voru afgreidd 131 lán á árinu 2008 fyrir um
795 m.kr. Heildarfjárhæð sjóðfélagalána var 6.542 m.kr. í árslok
2009. Fjöldi lána var 1.996 í árslok og þar af voru 34 í vanskilum,
auk þess höfðu níu sjóðfélagar nýtt þann möguleika að hætta
greiðslum tímabundið. Alls voru 905 lán í greiðslujöfnun í lok árs
eða um 45% af heildarfjölda lána.
A aðalfundi sjóðsins árið 2009 kynnti stjórn sjóðsins hugmyndir
sínar um hækkun vaxta á sjóðfélagalánum úr 3,5% í 3,7%, til að
mæta rekstrarkostnaði sjóðsins sem er 0,2% af eignum. í kjölfar
fundarins voru vextirnir hækkaðir frá 1. júlí 2009.
I október 2009 samþykkti stjórn sjóðsins að veita viðbótarlán til
sjóðfélaga. Lánin eru að hámarki 10 m.kr. og er lánstíminn 5-10 ár.
Vextir viðbótarlánanna eru 0,5% yfir vöxtum íbúðalánasjóðs á
lánum með uppgreiðsluheimild. Að öðru leyti gilda sömu reglur
um viðbótarlánin og sjóðfélagalán.
Sjóðfélagar öðlast lánsrétt eftir að hafa greitt iðgjöld til sjóðsins í 12 mánuði og vera í
skilum með iðgjöld.
Hámarkslán í desember 2009 var kr. 9.852 þús. og breytist lánsfjárhæðin í samræmi við
byggingarvísitölu. Hver sjóðfélagi á rétt á einu láni en getur þó tekið hluta lánsfjárhæðar
og geymt þannig hluta lánsréttar til síðari tíma.
Lánstími er að hámarki 25 ár og eru vextir breytilegir, nú 3,7% en stjórn sjóðsins er heim-
ilt að hækka vextina í 5%. Lán er bundið sjóðfélaganum og getur hann ekki selt það frá
sér með fasteign. Hætti sjóðfélagi að greiða iðgjald til sjóðsins eða greiði lægra iðgjald en
kr. 332.000 á ári án þess að þiggja lífeyri frá sjóðnum, er sjóðnum heimilt að hækka
vextina í 5%.
Sjóðfélagalánin eru tryggð með veði í fasteign og þurfa þau að rúmast innan 65% af
markaðsvirði viðkomandi fasteignar og jafnframt er nauðsynlegt að brunabótamat
eignarinnar sé hærra en eftirstöðvar áhvílandi lána.
Lántökugjald er 1%. Stimpilgjald er 1,5% sem rennur í ríkissjóð. Sjóðfélagar greiða allan
kostnað vegna innheimtu, veðflutnings, veðleyfis og annarrar skjalagerðar.
1.200
1.000
800
600
400
200
0
ll
2005 2006 2007 2008 2009
Ný sjóðfélagalán.
í milljónum króna.
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
2005 2006 2007 2008 2009
'í Fjárhæð___ <% af hreinni eign
Fjárhæð sjóðfélagalána.
í milljónum króna.
Lánareglur sjóðsins
6 o
Arbók VFl/TFl 2010