Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 64
Séreignardeild
Breytingar á reglum um séreignarsparnað
Með lagabreytingum sem tóku gildi í ársbyrjun 2009 var heimilað að greiða út
séreignarsparnað í einu lagi frá 60 ára aldri í stað 67 ára áður. Ennfremur var heimilað að
greiða erfingjum í einu lagi við fráfall, en áður hafði greiðslan í sumum tilvikum dreifst
á sjö ár.
Með bráðabirgðaákvæði sem tók gildi 13. mars 2009 var heimilað að greiða út eina
milljón króna að hámarki með jafnri dreifingu yfir níu mánaða tímabil úr séreignarsjóði.
Þessi heimild nær þó aðeins til þess séreignarsparnaðar sem stofnað hefur verið til með
samningi um reglubundin iðgjöld launþega og launagreiðanda
Alþingi samþykkti ný lög í desember 2009 þar sem ofangreind heimild til útgreiðslu
séreignar-sparnaðar var aukin í samtals 2,5 m.kr. og frestur til að nýta hana framlengdur
til 1. apríl 2011.
I janúar 2006 hóf sjóðurinn að ráðstafa þeim hluta samtryggingariðgjalda sem er umfram
10% í séreignarsparnað sjóðfélaga. Þessi aðgerð var kynnt sjóðfélögum ítarlega í frétta-
bréfi sjóðsins. Umframiðgjaldinu er ráðstafað í séreignarleið 1 nema sjóðfélaginn óski
eftir öðru.
Séreignarleiðir
Lífeyrissjóður verkfræðinga býður þrjár leiðir í séreignarsparnaði. Leið 1 fjárfestir ein-
göngu í innlendum skuldabréfum. Leið 2 fjárfestir bæði í innlendum og erlendum hluta-
bréfum og skuldabréfum. Leið 3 fjárfestir eingöngu í innlánum og ríkistryggðum verð-
bréfum. Þriðja leiðin var sett á stofn eftir bankahrunið og hóf starfsemi í ágúst 2009. Allar
leiðirnar eru í stýringu hjá íslenskum Verðbréfum hf.
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
B Hrein eign S1
□ Hrein eign S2 . * Hrein eign S3 B
2005 2006 2007 2008 2009
Hrein eign til greiðslu lífeyris.
(milljónum króna
í kjölfar bankahrunsins varð veruleg lækkun á gengi séreignar-
leiða 1 og 2, bæði vegna tapaðra bréfa og varúðarafskriftar vegna
skuldabréfa banka og sparisjóða, eignarhaldsfélaga og ýmissa
annarra hlutafélaga. Fjárfestingarstefna leiðartna hefur verið endur-
skoðuð frá grunni. Þannig er eingöngu fjárfest í öruggum skulda-
bréfum með ábyrgð ríkisins eða sveitarfélaga. Séreignarleið 1 er
enn með nokkuð af skuldabréfum fyrirtækja og lánastofnana sem
búið er að afskrifa eftir bankahrunið. Séreignarleiðir 2 og 3 eiga
hins vegar ekkert af slíkum bréfum.
Nokkur fjöldi sjóðfélaga hefur nýtt sér bráðabirgðaheimild í
lögum og fengið greitt út úr séreingarsjóði sínum. Alls höfðu
103 sjóðfélgar fengið slíka greiðslu í árslok 2009 eða sem nemur
74,5 m.kr.
10%
5%
0%
-5%
-10%
-15%
-20%
-25%
V.
m _ h 0,0%
2005 2006 2007 2008 2009
Hrein raunávöxtun
séreignarleiðar 1.
Sparnaðarleið 1: Fjárfestingarstefna leiðarinnar er 40-100% í
irtnlendum verðbréfum með ríkisábyrgð, 0-55% í öðrum inn-
lendum skuldabréfum og 0-100% í innlánum. í árslok 2009 var
samsetning leiðarirtnar þartnig að 66% var í skuldabréfum með
ríkisábyrgð, 25% í skuldabréfum fyrirtækja og lánastofnana og 9%
í innlánum.
Nafnávöxtun séreignarleiðar 1 var 8,6% á árinu 2009, og hrein
raunávöxtun 0,0%. Iðgjöld námu 584,5 m.kr., lífeyrisgreiðslur
voru 150 m.kr. og hrein eign til greiðslu lífeyris var 2.854,9 m.kr.
í árslok.
6 2
Arbók VFl/TFl 2010