Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 66
1.8.3 Stéttarfélag verkfræðinga
Stjórn og félagar
Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga starfsárið 2009 til 2010 skipuðu Gísli Georgsson for-
maður, Arnór B. Kristinsson, Árni ísberg, Hildur Ingvarsdóttir, Jenný Rut Hrafnsdóttir,
Kári Steinar Karlsson, Kristín Berg Bergvinsdóttir og María S. Guðjónsdóttir, Sveinn V.
Árnason.
A árinu 2009 gengu 106 nýir félags-
menn í SV, að meðtöldum ung-
félögum. Níu sögðu sig úr félaginu.
Fjarlægja þarf a.m.k. 50 einstaklinga
af félagaskrá en þeir hafa ekki greitt
lengi til félagsins. Um miðjan mars
2010 voru skráðir félagar 1414, þar af
eru konur 266 eða 17% félagsmanna.
A starfsárinu fjallaði Menntamála-
nefnd VFÍ formlega um 16 umsóknir
í SV. Þar af voru 13 samþykktar,
tveimur var hafnað og ein var dregin
til baka. Þetta er þriðja starfsárið sem
nefndin fjallar á formlegan og skipu-
legan hátt um umsóknir fyrir SV.
Árin þar á undan fjallaði nefndin um
nokkrar umsóknir af þessu tagi á ári
en þó mestmegnis óformlega.
Rekstur og samstarf
Undanfarið starfsár Stéttarfélags verkfræðinga hefur verið all annasamt enda kjara- og
atvinnumál verkfræðinga eins og fjölda annarra íslendinga í uppnámi. Atvinnuleysi
meðal íslenskra verkfræðinga hefur vart verið mælanleg stærð í sögu verkfræðinga-
stéttarinnar á íslandi og fremur verið skortur á verkfræðingum hér á landi en offramboð
eða atvinnuleysi. Verkfræðingar eru hlutfallslega mun færri hér á landi en í nágranna-
löndunum, sem hafa meiri hefð í menntun og störfum verkfræðinga.
Hlutimir breyttust snögglega á haustmánuðum 2008 og atvinnuleysi gerði alvarlega vart
við sig í okkar samfélagi með hruni fjármálakerfisins og bankanna og stöðvun fjölmargra
fyrirtækja, einkum í byggingariðnaði. Þar með misstu margir verkfræðingar vinnuna
með skömmum fyrirvara. Atvinnuleysi í stéttinni jókst síðan hratt, allt fram á sumar á
síðasta ári, eftir því sem uppsagnir í fjölda fyrirtækja tóku gildi og fleiri fyrirtæki drógu
saman seglin, lokuðu eða fóru í gjaldþrot.
Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru 220 verkfræðingar á atvinnuleysisskrá í
maí 2009. Ef eitthvað er að marka þessar tölur er þetta tæp 9% af verkfræðingastéttinni í
landinu, en samkvæmt nýlegri úttekt Loga Kristjánssonar, fyrrum framkvæmdastjóra
6 4
Arbók VFl/TFl 2010