Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 70
Stéttarfélag tölvunarfræðinga
SV hefur í rúm tíu ár séð um rekstur Stéttarfélags tölvunarfræðinga (ST). Nú eru um
108 tölvunarfræðingar í ST. Ekki eru gerðir kjarasamningar fyrir félagið en félagsmenn
eru tölvunarfræðingar utan kjarasamninga sem gera einstaklingsbundna ráðningar-
samninga.
Félag tæknimanna hjá Landsvirkjun
Frá árinu 2004 hefur SV séð um rekstur Félags tæknimanna hjá Landsvirkjun (FTL) sem
er stéttarfélag tæknimanna hjá Landsvirkjun og Landsneti. Félagið er samningsaðili þess-
ara starfsmanna gagnvart fyrirtækjunum. Félagsmenn eru 66 og nokkrir þeirra einnig
félagar í SV. í félaginu eru auk verkfræðinga tæknifræðingar, tölvunarfræðingar o.fl.
Félagsmenn FTL greiða í orlofssjóð SV.
Stéttarfélag byggingarfræðinga
SV hefur síðan í september 2005 rekið Stéttarfélag byggingarfræðinga (SFB). Félagsmenn
greiða í sjúkra- og orlofssjóð SV og eru allir með einstaklingsbundna ráðningarsamninga.
Félagar eru nú um 113. Samningur félaganna er mjög hagstæður fyrir báða aðila og fellur
vel að starfsemi SV.
Endurmenntunar- og símenntunarnefnd VFÍ, TFÍ, AV og SV
Endurmenntunar- og símenntunarnefnd VFÍ, TFÍ, AV og SV (ENSÍM) starfar að endur-
menntunarmálum félaganna. Á starfsárinu voru haldnir fundir með starfsmönnum
Endurmenntunar Háskóla íslands um leiðir til að auka framboð af námskeiðum fyrir
verkfræðinga og tæknifræðinga.
VFI og TFÍ hafa frá upphafi verið aðilar að Endurmenntun HÍ og eru því heiðurssam-
starfsaðilar. í septembermánuði 2009 var skrifað undir formlegan samstarfssamning
Endurmenntunar HÍ og félaganna þriggja,VFÍ, TFÍ og SV. Markmið samningsins er að
auka framboð á námskeiðum, vinna saman að kynningu þeirra og efla tengsl skrifstofu
félagannna við Endurmenntun HÍ. Þá hefur Endurmenntun HÍ boðið félagsmönnum
VFI, TFÍ og SV valin námskeið á sérstökum afsláttarkjörum.
ENSIM-nefndin vinnur að því að auka framboð af námskeiðum og eru m.a. niðurstöður
fræðslukannana hafðar til hliðsjónar.
Fulltrúi SV í ENSÍM-nefndinni er Ragnar Hauksson.
Nýsköpun í verki
Hinn 8. maí 2009 stóðu SV, TFÍ og VFÍ fyrir ráðstefnu um framsækin fyrirtæki í tækni-
greinum. Yfirskrift ráðstefnunnar var Nýsköpun í verki og var hún haldin í Öskju.
Markmiðið var að draga fram nýjungar í verkfræði og tæknifræði og kynna verkefni þar
sem Islendingar eru framarlega á sviði nýsköpunar.
Kynnt voru sjö fyrirtæki sem eru misjafnlega langt komin en eiga það þó sameiginlegt að
að vera komin vel á skrið, sum eru meðal þeirra fremstu í heiminum á sínu sviði. Hvatinn
að ráðstefnunni var umræðan um nýsköpun sem leið út úr efnahagsvanda þjóðarinnar.
Ráðstefnan gaf þátttakendum færi á að kynnast starfsemi framsækinna tæknifyrirtækja
sem eru að skapa raunveruleg verðmæti í dag.
Samstarf við Nýsköpunarmiðstöð
Samstarfssamningur félaganna við Nýsköpunarmiðstöð, sem undirritaður var í febrúar
2009, hefur gefið góða raun. Samningurinn kveður á um aðstoð við sköpun atvinnutæki-
6 8
Arbók VFl/TFl 2010