Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 72
Sjúkrasjóður SV
Stjórn Sjúkrasjóðs fyrir starfsárið 2009 til 2010 skipuðu Kristján Ólafsson formaður, Anna
Karlsdóttir og Sigurður E. Guttormsson.
Sjóðfélagar eru starfsmenn á FRV verkfræðistofum og starfsmenn á almennum markaði.
A síðastliðnu ári voru veittir 296 styrkir sem er veruleg aukning frá fyrra ári, eða 44,4%.
Fjölskyldu- og styrktarsjóður SV
Stjórn Fjölskyldu- og styrktarsjóðs SV fyrir starfsárið 2009 til 2010 skipuðu Sveinn
Víkingur Árnason formaður, Auður Ólafsdóttir og Hulda Guðmundsdóttir.
Sjóðfélagar eru starfsmenn ríkisins og sveitarfélaga og starfsmenn opinberra hlutafélaga
sem félagið gerir kjarasamninga við.
Veittir voru 96 styrkir. Þetta er heldur meira en síðastliðið ár en þá varð tvöföldun í
fjölda styrkja. Styrkjagreiðslur skiptust þannig að styrkir i formi dagpeninga voru sjö en
sértækir styrkir voru 89.
Sjóðfélagar voru um 450 í árslok 2009, þ.e.a.s. þeir sem greidd voru iðgjöld fyrir á árinu.
Vísinda- og starfsmenntunarsjóður SV, Starfsmenntunarsjóður
Vísinda- og starfsmenntunarsjóður SV byggir á samkomulagi félagsins við fjármála-
ráðherra f.h. ríkissjóðs frá 1989. Það eru starfsmenn ríkisins og stofnana og opinberra
hlutafélaga í eigu ríkisins sem eiga rétt á að greitt sé fyrir þá í sjóðinn. Frá stofnun hefur
verið greitt 1,72% af dagvinnulaunum í sjóðinn en með nýjum kjarasamningi um mitt ár
2008 lækkaði það hlutfall í 0,46%. Á árinu 2008 var úthlutunarreglum breytt þannig að
hámarksstyrkur var hækkaður í 450.000 kr. á hverju þriggja ára tímabili.
Stjórn sjóðsins var á síðastliðnu ári skipuð eftirtöldum fulltrúum SV og ríkisins: Geir
Guðmundsson Amór B. Kristinsson (kom í stað Sigurðar Sigurðarsonar) og Gunnar
Gunnarsson, f.h. fjármálaráðherra.
Heildarupphæð styrkja á síðasta ári var 7,1 mkr. og er heldur lægri en fyrra ár.
Skipting umsókna á milli efnisflokka árið 2009 er eftirfarandi: 14 umsóknir til náms,
námskeiða og ráðstefnuferða, 22 umsóknir til kaupa á tölvubúnaði. Samtals 36 umsóknir.
Starfsmenntunarsjóður SV byggir í grunninn á samkomulagi félagsins við Reykja-
víkurborg og sveitarfélög frá 1989 auk viðbótarsamninga og breyttra kjarasamninga á
síðustu árum.
Stjórn sjóðsins var á síðasta ári skipuð eftirtöldum fulltrúum SV og sveitarfélaganna: Árni
Isberg, Þorsteinn Sigurjónsson, Árni R. Stefánsson og Emma Árnadóttir.
Starfsmenn sveitarfélaga áttu rétt á að launagreiðandi greiddi 1,72% af dagvinnulaunum
þeirra í sjóðinn en með nýjum kjarasamningum er mismunandi hve iðgjald er hátt. Á
árinu 2008 var úthlutunarreglum breytt þannig að hámarksstyrkur var hækkaður í
480.000 krónur á hverju þriggja ára tímabili.
Samþykktar umsóknir á liðnu ári voru 18 alls. Heildarupphæð styrkja á síðasta ári var
3,4 milljónir og hækkaði um nálega 50% á milli ára.
Skipting umsókna á milli efnisflokka árið 2009 er eftirfarandi: 6 umsóknir til náms,
námskeiða og ráðstefnuferða og 12 umsóknir til kaupa á tölvubúnaði eða samtals
18 umsóknir.
7 o
Arbók V F I / T F í 2010