Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 79
Fjárfesting
Fjarfesting dróst saman um 50,9% á árinu 2009 og kemur sá samdráttur í kjölfarið á 20,9%
og 11,1% samdrætti árin 2008 og 2007 eftir mikinn vöxt fjögur ár þar áður. Fjárfesting sem
hlutfall af landsframleiðslu er talin hafa numið 14% og er þetta hlutfall nú í sögulegu lág-
niarki. Sambærilegt hlutfall fyrir OECD ríkin í heild hefur verið mun stöðugra eins og
vænta mátti, um eða undir 20% undanfarinn aldarfjórðung.
Samdrátturinn á síðastliðnu ári nær til allra
þátta fjárfestingar. Atvinnuvegafjárfesting
dróst saman þriðja árið í röð, um 55% árið
2009,26% árið áður og 22% árið 2007. Þyngst
vegur minni fjárfesting í stóriðju- og orku-
verum, en þær fjárfestingar náðu hámarki
arið 2006, og almennt minni fjárfesting í
í’ypgingum og mannvirkjum. Fjárfesting í
'búðarhúsnæði dróst saman um 56% árið
2009, samanborið við 22% samdrátt árið
2008 og 13% vöxt árið 2007. Mikill sam-
felldur vöxtur hafði verið í íbúðarfjárfest-
mgu frá og með árinu 2000 og síðast minnk-
aði fjárfesting í íbúðarhúsnæði árið 1997 frá
fyrra ári. Fjárfesting hins opinbera dróst
sarnan um 32% á árinu 2009, en hafði nánast
staðið í stað árið 2008 og aukist um 19% árið
2007. Að magni til var fjárfestingin í heild á
arinu 2009 svipuð og árið 1997.
^jóðarútgjöld
Ojóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og
rjárfestingar, drógust saman um 20,9% að
raungildi á liðnu ári. Árið 2008 drógust
Pjóðarútgjöld saman, um 8,8% en stóðu
r>ánast í stað árið 2007. Þetta er verulegur
yiðsnúningur frá árunum þar á undan, því á
arinu 2006 jukust þjóðarútgjöld um 9,5% og
I5/7% árið 2005.
Utanríkisviðskipti
^öruútflutningur jókst um 2,4% á árinu 2009
°g útflutningur á þjónustu jókst um 19,6%. í
beildina jókst útflutningur um 7,4%. Á sama
irna dróst innflutningur á vöru saman um
f i 7° C)8 innflutningur á þjónustu um 17,4%.
heild dróst innflutningur saman um 24,1%.
essi þróun olli því að verulegur afgangur
Varð af vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu
009, 132 milljarðar króna, samanborið við
2 milljarða króna halla árið áður. Síðast var
, gangur af vöru- og þjónustuviðskiptum
Magnvísitala fjárfestingar og helstu undirliða.
Bráðabirgðatölur fyrir árin 2008 og 2009.
Heimild:Hagstofa (slands.
Magnbreyting þjóðarútgjalda og landsframleiðslu.
Bráðabirgðatölur fyrir árin 2008 og 2009.
HeimildrHagstofa (slands.
Frá og með 1. ársfjórðungi 2009 eru tölur um
P)°nustuviðskipti við útlönd byggðar á
7 7
Tækniannáll