Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 80
gögnum sem Hagstofa íslands safnar aðallega með beinum fyrirspurnum til fyrirtækja.
Erfiðleikum er bundið að leggja mat á samanburðarhæfni þessara gagna fyrir árið 2009
við eldri tölur sem Seðlabankinn safnaði þar sem gagnasöfnun þessara tveggja aðila gat
ekki farið fram samhliða, auk þess sem aðferðirnar eru að einhverju leyti ólíkar.
Niðurstöður um þjónustuviðskiptin við útlönd og sérstaklega samanburður á niður-
stöðum milli 2008 og 2009 eru því talsverðri óvissu háðar.
Nú liggur fyrir að verulegur munur er á skiptingu útgjalda milli samgangna og ferðalaga
árið 2009 miðað við fyrri ár. Vonir standa til að í framhaldi af birtingu endurskoðaðra
talna um þjónustuviðskipti á árinu 2009 verði hægt að leggja betra mat á breytingu þeirra
á milli 2008 og 2009. Hinn miklli bati í vöru- og þjónustuviðskiptum olli því að lands-
framleiðslan dróst mun minna saman en
þjóðarútgjöldin, eða 6,8% samanborið við
20,9% samdrátt þjóðarútgjalda. Þetta er sam-
bærileg þróun og á árunum 2007 og 2008 en
á árunum 2003-2006 jukust þjóðarútgjöld
mun meira en landsframleiðsla, þegar hag-
vöxtur var drifinn af einkaneyslu og fjár-
festingu.
Undanfarin fimm ár hefur landsframieiðsla
aukist mun meira en þjóðarútgjöld, um 12%
á móti 9% samdrætti þjóðarútgjalda og
vegur þróunin árið 2009 þar þyngst. Fimm
ára breyting á undanförnum árum hefur
aftur á móti verið á þann veg að vöxtur
landsframleiðslu og þjóðarútgjalda hefur
haldist nokkuð í hendur þó landsfram-
leiðsla hafi aukist nokkru meira.
Hlutdeild einstakra liða í hagvexti.
Bráðabirgðatölur fyrir árin 2008 og 2009.
Heimild:Hagstofa íslands.
Viðskiptakjör
Við mat á afkomu þjóðarbúsins eru þjóðartekjur ekki síður áhugaverð stærð en lands-
framleiðsla, en þar er tekið tillit til breytinga á viðskiptakjörum þjóðarbúsins gagnvart
útlöndum og til launa- og fjáreignatekna til og frá útlöndum (að stærstum hluta vaxta- og
arðgreiðslur). Viðskiptakjör versnuðu verulega á árinu 2009 eða sem nam 4,7% af lands-
framleiðslu fyrra árs. Þau versnuðu einnig á árinu 2008, um 2,3% en stóðu nánast í stað
á árinu 2007. Verð á útfluttum vörum og þjónustu hækkaði á árinu 2009 um 12,5% í
íslenskum krónum en verð á innfluttum vörum og þjónustu hækkaði um 24,8%. Á sama
tíma hækkaði meðalverð á erlendum gjaldeyri um 33,7%, þ.e. krónan veiktist.
Magnvísitala landsframleiðslu og þjóðartekna.
Bráðabirgðatölur fyrir árin 2008 og 2009.
Heimild: Hagstofa íslands.
Á síðasta ári drógust launa- og fjáreigna-
tekjur frá útlöndum minna saman en nam
samdrætti launa- og fjármagnsgjalda til
útlanda. Þessi þróun gerði gott betur en að
vega upp versnandi viðskiptakjör þannig að
þjóðartekjur drógust minna saman en lands-
framleiðslan eða um 2,1% samanborið við
6,8% samdrátt landsframleiðslu. Á árinu
2008 var framvindan þveröfug, meira nettó
streymi launa- og eignatekna til útlanda en
árið áður auk versnandi viðskiptakjara
leiddu til þess að þjóðartekjur drógust
saman um 15,4% á sama tíma og landsfram-
leiðsla jókst um 1%. Hin jákvæða þróun
vöru- og þjónustuviðskipta auk minni halla
7 8 I Á r b ó k VFl/TFl 2010