Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 124
í tæknifræði er kennt til B.Sc.-gráðu í byggingartæknifræði, vél- og
orkutæknifræði og rafmagnstæknifræði auk námsbrautar í iðnaðar-
tæknifræði, sem tekin var upp að nýju haustið 2010 eftir nokkurra ára
hlé. Markmiðið er að veita sérhæfða og hagnýta fagþekkingu þannig
að útskrifaðir nemendur séu vel undirbúnir til þátttöku í atvinnU'
lífinu. Áhersla er lögð á að nemendur vinni hagnýt, raunhæf verkefn1
sem byggja m.a. á þekkingu kennara úr atvinnulífinu enda hafa
flestir kennaranna mikla starfsreynslu úr hönnun, framleiðslu eða
framkvæmdum.
Kafbáturinn KEIKO, hannaður og smíðaður 1
námskeiðum Tækni- og verkfræðideildar
skólaárið 2009-2010, tók þátt í háskólakeppoi
bandaríska sjóhersins í San Diego i Kaliforníu f
júlí 2010. Kafbáturinn er alsjálfvirkur og hann-
aður til að leysa ýmsar þrautir. Lið HR hlaut
sérstök verðlaun fyrir þrautseigju í keppninni-
í verkfræði er kennt til B.Sc.-gráðu í fjármálaverkfræði, heilbrigðis-
verkfræði, hugbúnaðarverkfræði, hátækniverkfræði og rekstrarverk-
fræði auk nýrrar námsbrautar í vélaverkfræði, sem hóf göngu sína
haustið 2010. Námið byggir á sterkri fræðilegri undirstöðu í bland við
sérhæfða fagþekkingu til að búa nemendur undir þátttöku í atvinnu-
lífinu eða til frekara náms. Við uppbyggingu námsins er gert ráð fy1'1'
þátttöku nemenda í umfangsmiklum verkefnum í samstarfi við
fyrirtæki og rannsóknarstofnanir.
Prófanir á burðarþoli steinsteyptra súlna í
byggingatæknistofu Tækni- og verk-
fræðideildar sumarið 2010 sem hluti af
meistaraverkefni í byggingarverkfræði.
Súlan brotnaði við u.þ.b. 140 tonna álag.
Við Tækni- og verkfræðideild er boðið upp á framhaldsnám til
M.Sc.-gráðu og nú stunda á annað hundrað nemendur meistaranán1
við deildina. Allt meistaranám við Tækni- og verkfræðideild
120 ECTS-einingar, þar af 30 ECTS-meistaraverkefni, en einnig e|
mögulegt að taka 60 ECTS-rannsóknarverkefni. Námsbrautir 1
framhaldsnámi eru fjölbreyttar og spanna helstu áherslusvið deildar-
innar. í byggingarverkfræði er boðið upp á fjögur áherslusvið: Fram'
kvæmdastjórnun, mannvirkjahönnun, steinsteyputækni og umfei'ð
og skipulag. Á fjármála- og rekstrarsviði er boðið upp á framhalds'
nám til M.Sc.-gráðu í ákvarðanaverkfræði, rekstrarverkfræði og fjar'
Vorið 2010 var hönnunarkeppni fyrirframhaldsskólanema haldin í fyrsta
sinn undir nafninu HR-Áskorunin þar sem sex lið kepptu í hönnun og smíði
eggjavörpu. Myndin sýnir sigurliðið sem kom frá Fjölbrautarskóla
Suðurnesja.
Námsframboð
1 2 2
Árbók VFf/TFl 2010