Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 150
Undirbúningur verksins
Árið 1990 var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga um könnun á gerð iarðganga og
vegarlagningu milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar í framhaldi af opnun jarðganga um
Olafsfjarðarmúla. Fyrsti flutningsmaður var Sverrir Sveinsson frá Siglufirði en með
honum voru þingmenn á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, þ.e. Halldór
Blöndal, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ragnar Arnalds,
Arni Gunnarsson og Pálmi Jónsson. Allsherjarnefnd Alþingis lagði til að efni tillögunnar
yrði fellt inn í nefnd þingmanna úr öllum þingflokkum sem vann ásamt Vegagerð ríkisins
að gerð langtímaáætlunar í samgöngumálum. Virtist nefndinni að efni tillögunnar félli
inn í verkefni þeirrar nefndar. Nefndarmenn voru sammála um að heppilegast væri að
umræða um jarðgangagerð og könnun hennar færi fram í þeirri nefnd sem yimi að lang'
tímaáætluninni.
Árið 1994 skipaði þáverandi vegamálastjóri, Helgi Hallgrímsson, samstarfshóp urn
endurbyggingu vegarins um Lágheiði. í samstarfshópnum sátu fulltrúar allra aðliggjandi
sveitarfélaga og Vegagerðarinnar. Hreinn Haraldsson hjá Vegagerðinni var formaður
hópsins.
Fyrst og fremst átti hópurinn að horfa til endurbyggingar vegar um Lágheiði þannig að
heils árs sambandi mætti koma á milli Siglufjarðar og Olafsfjarðar en hópurinn kannaði
einnig hugsanlega jarðgangagerð.
Sumarið 1996 hófst undirbúningur að rannsóknum á jarðfræðilegum aðstæðum til jarð-
gangagerðar. Einnig fóru fram umferðarkannanir til að gera raunhæfa umferðarspá.
Samráðshópurinn lauk störfum í nóvember 1999 með gerð skýrslu: „Vegtengingar milli
ijyggðarlaga á norðanverðum Tröllaskaga“. Til skoðunar voru þrír kostir; Héðins-
fjarðarleið, Fljótaleið og endurbyggður vegur um Lágheiði.
í samanburði kosta var litið til ýmissa þátta s.s. kostnaðar, umferðar, vegalengda, byggða-
þróunar, snjóþyngsla og jarðfræði. Niðurstaða samráðshópsins var að göng um Héðins-
fjörð væru besti kosturinn.
Meginröksemd fyrir tillögunni var sú að með þessari leið tengist Siglufjörður byggðum
v'ið Eyjafjörð á þann hátt að Eyjafjarðarsvæðið í heild verður öflugra mótvægi við höfuð-
borgarsvæðið og byggð á miðju Norðurlandi styrkist verulega. Avinningur með hring'
tengingu með ströndinni um Tröllaskaga er einnig talinn verulegur fyrir sveitarfélög 1
Skagafirði, Siglufirði og Eyjafirði, einkum í ferðaþjónustu.
Vonð 2000 samþykkti Alþingi tillögu um gerð jarðganga á norðanverðum Tröllaskaga
sem myndu tengja Siglufjörð og norðaustanverðan Skagafjörð betur við Ólafsfjörð og
Eyjafjarðarsvæðið.
Mat á umhverfisáhrifum
í kjölfar þessa vann Vegagerðin mat á umhverfisáhrifum fyrir jarðgangagerð á Trölla-
skaga. Vegagerðin lagði til Héðinsfjarðarleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Jafnfrarnt
voru kannaðar aðrar leiðir í matsvinnunni og var meginsamanburðarkostur í mats-
skýrslunni svokölluð Fljótaleið.
í verkefnisstjóm fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna vegtengingar á norðanverðum
Tröllaskaga sátu Guðmundur Heiðreksson og Helga Aðalgeirsdóttir hjá Vegagerðinni/
Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ Ráðgjöf og Anton Brynjarsson hjá Arkitekta- oe verk-
fræðistofu Hauks (AVH). 5
1 4 8
Arbók VFl/TFl 2010