Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 160
Vinna á Hraunaveitusvæði
ístak hóf aftur vinnu á Hraunaveitusvæði í síðari hluta maí 2009 þegar snjóa leysti. Um
40 manns voru þar meginhluta sumars á vegum verktakans við verkáfanga KAR-25,
Kelduárstíflu, Kelduáryfirfall, Grjótáryfirfall og botnrásarmannvirki Ufsarstíflu. Einnig
vann Istak við að hreinsa til á svæðinu og fjarlægja verkbú og aðstöðumannvirki. Fylling
1 ^^duárlón hófst um miðjan júlí og lónið fylltist í fyrsta sinn í nóvember. Botnrás
Grjótárstíflu var lokað 24. ágúst og þar með hófst fylling Grjótárlóns.
Búðarhálsvirkjun
Landsvirkjun tilkynnti í byrjun febrúar 2010 að ákveðið hefði verið að hefja undirbún-
mgsframkvæmdir við Búðarhálsvirkjun sumarið 2010. Tilboð í gröft jarðganga, skurða og
vatnsþróar, með tilheyrandi styrkingu með sprautusteypu, voru opnuð 11. mars 2010.
Fram kom af hálfu Landsvirkjunar, þegar ákvörðun um undirbúningsframkvæmdir var
kynnt, að helstu áfangar virkjunarframkvæmdanna yrðu boðnir út síðar á árinu 2010 ef
samningar tækjust um fjármögnun og orkusölu.
Framkvæmdasvæði Búðarhálsvirkjunar.Greftri fyrir stöðvarhúsi og sveiflu-
þró var að mestu lokið 2002. Hrauneyjalón og Krókslón í baksýn.
Ljósm. Emil Þór Sigurðsson.
Á árinu 2009 var unnið að
gerð útboðsgagna fyrir
byggingarvinnu við Búðar-
háls. Á árinu var enn fremur
lokið við að setja upp vinnu-
búðir fyrir framkvæmda-
eftirlit Landsvirkjunar við
Búðarháls og jafnframt var
lagður jarðstrengur fyrir
vinnurafmagn og fjarskipti
frá Hrauneyjafossstöð að
stöðvarhússsvæði virkjunar-
innar.
Skipulagsstofnun samþykkti
Búðarhálsvirkjun í maí 2001
eftir mat á umhverfisáhrifurn
og í framhaldinu fékk Lands-
virkjun öll tilskilin leyfi vegna
framkvæmdarinnar. Grafið
var fyrir grunni stöðvarhúss
og vegur lagður um Búðar-
háls með brú yfir Tungnaa-
Framkvæmdum var síðan
slegið á frest árið 2002.
Raforkuvinnsla
Raforkuvinnsla Landsvirkjunar inn á flutningskerfi Landsnets nam 12.154 GWst 2009,
sem er 1,5% samdráttur frá 2008. Hlutur vatnsafls er um 96% og jarðgufustöðva um 4%-
Landsviikjun keypti 392 GWst af raforku frá öðrum orkufyrirtækjum til endursölu á
stóriðjumarkaði. Heildarorkuöflun Landsvirkjunar árið 2009 var 12.546 GWst sem t'r
1,6% samdráttur frá 2008.
Raforkusala Landsvirkjunar nam 12.546 GWst á árinu. Sala á heildsölumarkaði dróst
saman um 5,4% en stóð í stað á stóriðjumarkaði. Heildarraforkuvinnsla í landinu var
16.839 GWst og nemur hlutur Landsvirkjunar um 72%, sem er 3% samdráttur frá fyrra ári-
1 5 8
Árbók VFÍ/TFÍ 2010