Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 167
RARIK
neyðarstjórnun og viðbragðsáætlanir
Eldgos í Eyjafjallajökli
Neyðarstjórnun fyrirtækis er verkskipulag sem lýsir stjórnun þess í neyðartilfellum
vegna náttúruhamfara eða annarra orsaka. Neyðarstjórnun RARIK skilgreinir verkferli
°8 verksvið starfseininga fyrirtækisins með það að markmiði að tryggja öryggi almenn-
Wgs, starfsmanna og raforkukerfisins þegar vá ber að höndum.
I’egar vá ber að höndum tekur til starfa neyðarstjóm fyrirtækisins sem hefur það að
^arkmiði að styðja við almennan rekstur í vá og hafa yfirsýn með atburðarás og stjórnun
a samræmdum aðgerðum á veitusvæði RARIK. Hún kallar jafnframt út vettvangsstjórn
a hverju rekstrarsvæði fyrir sig.
Neyðarstjórn skilgreinir meðal annars hugsanleg hættu- og
neyðartil vik á dreifisvæði fyrirtækisins og vinnur
viðbragðsáætlanir við óvæntum atburðum, t.d vegna eld-
gosa. Atburðir sem geta valdið þessum tilvikum eru
Jarðskjálftar, eldgos, veðurfar, flóð, skemmdarverk og far-
sóttir.
I’egar eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi laugardaginn 20. mars
2010 var þegar búið að vinna viðbragðsáætlun vegna hugsan-
iegs eldgoss í Eyjafjallajökli og sú áætlun höfð til hliðsjónar
við eftirfylgni með framvindu gossins. Gosið á Fimm-
vórðuhálsi hafði engin áhrif á raforkudreifikerfið, frekar en
°þnur mannvirki í byggð, og því þurfti ekki að grípa til
sérstakra aðgerða vegna þess.
^liðvikudaginn 14. apríl voru neyðarstjórn RARIK og vett-
vangsstjórn fyrirtækisins á Suðurlandi virkjaðar vegna eld-
goss , Eyjafjallajökli. Viðbragðsáætlun vegna hættu á eldgosi
1 Jöklinum tekur mið af þeim aðstæðum sem skapast geta, út
,rá þeim heimildum sem til eru og þeim áhrifum sem
jarðfræðingar telja að eldgos undir jöklinum geti haft.
D ARIK ohf. er hlutafélag I eigu ríkisins, stofnað
* 1. ágúst 2006. Hlutafélagið tók þá við rekstri
Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína
þann l.janúarárið 1947.
C yrirtækið gegnir mikilvægu hlutverki við öflun,
dreifingu og sölu á rafmagni. Unnið hefur verið
jafnt og þétt að uppbyggingu og styrkingu dreifi-
kerfis á landsbyggðinni.
|—I Hlutafélagið á og rekur fimm hitaveitur, auk þess
1 sem stofnuð hafa verið þrjú dótturfélög um
sértæka starfsemi þess; Orkusalan ehf. sem annast
samkeppnisþætti eins og framleiðslu og sölu raforku,
RARIK orkuþróun ehf. sem annast þróunarmál og
undirbúning virkjana heima og erlendis og Ljós- og
gagnaleiðari ehf. sem heldur utan um eign RARIK í
Ijósleiðarastrengjum. Þá er RARIK fjórðungs eignaraðili
að Landsneti ehf.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i165