Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Blaðsíða 202
Tækjasjóður sem veitir framlög til kaupa á tækjum og búnaði til rannsókna. Einnig sér
Rannís um rekstur sjóða fyrir háskólanema og þar má helsta telja Rannsóknarnámssjóð
sem veitir styrki tii rannsóknatengds framhaldsnáms og Nýsköpunarsjóð námsmanna
sem gefur fyrirtækjum, stofnunum og háskólum tækifæri til að ráða háskólanema í
sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Flestir sjóðirnir heyra
undir mennta- og menningarmálaráðuneytið nema Tækniþróunarsjóður sem heyrir
undir iðnaðarráðuneytið. Rannís hefur einnig umsjón með fleiri sjóðum, svo sem
Launasjóði fræðiritahöfunda, auk annarra smærri sjóða sem styðja við verkefni á afmörk-
uðum sviðum. Hlutverk Rannís felst í að hafa faglega umsjón með umsóknar- og mats-
ferli sjóðanna, samningsgerð og eftirfylgni styrktra verkefna en úthlutun sjóðanna
byggir ávallt á faglegu mati á gæðum verkefna. Einnig þjónustar Rannís stjórnir og
fagráð sjóðanna auk þess að annast samskipti við umsækjendur og styrkþega.
Stuðningur við alþjóðlegt samstarf
Rannís styður við þátttöku íslensks vísindasamfélags í alþjóðlegu samstarfi á sviði
rannsókna og nýsköpunar með því að veita upplýsingar um tækifæri í alþjóðasamstarfi,
einkum í norrænu og evrópsku samstarfi. Meðal annars hefur Rannís umsjón með
7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins fyrir hönd íslands, en hún styður við samstarf
milli Evrópulanda á öllum sviðum vísinda, raunvísinda jafnt sem hugvísinda. Rannís
tekur einnig þátt í ýmsu öðru Evrópusamastarfi á sviði rannsókna og nýsköpunar og er
m.a. aðili að samstarfsnetinu Enterprise Europe Network, ásamt Nýsköpunarmiðstöð
Islands og íslandsstofu, en það greiðir fyrir þátttöku fyrirtækja í evrópsku rannsókna-
samstarfi. Hvað varðar norræna samvinnu, er samstarf Rannís við rannsóknaráðin á
hinum Norðurlöndunum ákaflega mikilvægt. Miðpunktur þess samstarfs er NordForsk
eða Norræna rannsóknaráðið sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Formaður
NordForsk um þessar mundir er Guðrún Nordal prófessor og forstöðumaður Stofnunar
Arna Magnússonar í íslenskum fræðum, en hún er einnig formaður hins íslenska
Vísinda- og tækniráðs.
Öflugt greiningarstarf
Rannís annast gagnaöflun, úrvinnslu, greiningu og miðlun upplýsinga um vísinda-
rannsóknir, tækniþróun og nýsköpun. Hjá Rannís eru gerðar athuganir á þekkingarsam-
félaginu, innviðum þess og þróun, auk þess sem áhrif vísinda og nýsköpunar á sam-
félagið eru metin. Gerðar eru bæði sviðs- og svæðisbundnar athuganir sem ná til vísinda,
vísindamenntunar, tækniþróunar, nýsköpunar og tengdra sviða. Alþjóðlegt samstarf er
ekki síður mikilvægt þegar kemur að greiningu á upplýsingum og mati á umfangi, stöðu
og þróun vísinda tækni og nýsköpunar og á því sviði starfar Rannís með stofnunum eins
og OECD, Eurostat, ESB og ýmsum norrænum stofnunum.
Upplýsingamiðlun
Forsenda aukinna lífsgæða er öflun þekkingar og aukinn skilningur á okkur sjálfum og
samfélaginu sem við búum í. Efnahagslegar framfarir byggja á nýsköpun, ekki síst þar
sem rannsóknir og þróunarstarf er forsenda. Rannís er mikilvægur hlekkur í þeirri keðju
sem treystir stoðir íslensks þekkingarþjóðfélags til framfara og aukinna lífsgæða.
Hlutverk rannsókna og nýsköpunar er einkar mikilvægt við uppbyggingu íslensks sam-
félags eins og sakir standa og skiptir sköpum að hér á landi séu til staðar öflugir
samkeppnisjóðir sem reknir eru á faglegan hátt. Þar skiptir gagnsæi í starfsemi og sterk
upplýsingamiðlun miklu máli. Rannís hefur nýverið endurnýjað heimasíðu sína,
www.rannis.is, þar sem fá má nánari upplýsingar um framangreind svið og verkefni auk
þess sem rafrænt fréttabréf er gefið út. Eru áhugasamir hvattir til að kynna sér starfsem-
ina á heimasíðunni eða með því að hafa samband við skrifstofu Rannís á Laugavegi.
200
Arbúk VFl/TFl 2010