Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 206
Deild rafrænnar stjórnsýslu fer með þróun rafrænnar þjónustu og stjórn-
sýslu ásamt rekstri vefseturs. Forstöðumaður er Halla Björg Baldursdóttir.
Tölvudeild annast öflun og rekstur vélbúnaðar og hugbúnaðar, gerð gagna-
og upplýsingakerfa, ásamt notendaþjónustu og öryggismálum. Forstöðu-
maður er Sigurjón Friðjónsson.
I’jónustudeild annast þjónustu, þ.ám. varðandi landupplýsingar, álagn-
ingarkerfi, innskráningu, aðgangsstýringu, upplýsingagjöf og skráningu og
mat fasteigna. Forstöðumaður er Björn Magnússon.
Ríkisendurskoðun hefur gefið út þrjár skýrslur um sameiningu í ríkisrekstri og í septem-
ber 2010 kom út skýrsla um myndun Þjóðarskrár. í niðurstöðum sínum tekur Ríkis-
endurskoðun fram að ákvörðun um sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár íslands hafi
verið tekin að vel athuguðu máli og að markmiðin hafi verið skýr, þ.e. framþróun í
skráarhaldi og öryggismálum þeim tengdum ásamt fjárhagslegri hagkvæmni. Stefnt sé
að því að ekki verði beinn kostnaðarauki af sameiningunni heldur reynt að ná fram
spamaði og samlegðaráhrifum á móti kostnaði sem h ú n mun óhjákvæmilega hafa í för
með sér. Aætlanir sem gerðar hafa verið um framkvæmd sameiningarinnar benda til þess
að þetta geti staðist verði sýnd fyllsta aðgæsla.
Þá kemur fram að Ríkisendurskoðun leggi áherslu á að framkvæmd sameiningar taki
mið af skýrri áætlun þar sem fram kemur hvemig henni verður fylgt eftir. Árangurs-
stjórnunaráætlun ráðuneytisins og Þjóðskrár íslands, sem undirrituð var 5. júlí 2010,
verður nýtt sem samskipta- og vinnutæki til að fylgja eftir starfsmarkmiðum og áherslum
í starfi stofnunarinnar. Hún kveði skýrt á um verkefni og áherslur með tímasettum mark'
miðum og hverjar séu skyldur og ábyrgð aðila. Slík áætlun sé nýmæli í samskiptum
stofnunar og ráðuneytis og segir í niðurstöðunum að það sé til fyrirmyndar að mati
Ríkisendurskoðunar. Þrjár ábendingar voru settar fram af hálfu Ríkisendurskoðunar og
laut sú fyrsta að endurskoðun árangursáætlunar sem fari fram fyrir lok ársins 2010-
Onnur ábending var um að halda þyrfti kostnaði vegna sameiningarinnar innan
fjárheimilda og hin þriðja um að áfram verði stutt við starfsfólk.
Stefnumiðuð stjórnun
Stefnumótunarvinna og markviss kynning á hlutverki og starfsemi deilda hófst strax að
loknum sumarleyfum. Dagskrá og hugmyndafræði stefnumótunarvinnunnar, sem unnin
er undir umsjón aðstoðarforstjóra, var kynnt á starfsmannafundi í byrjun september. Rík
áhersla er lögð á að sem flestir starfsmenn taki þátt í þeirri vinnu svo tækifæri skapist til
þess að starfsmenn frá þessum tveimur skipulagsheildum kynnist og leggi sameiginlega
grundvöll að fyrirtækismenningu hinnar nýju stofnunar. Einnig eru meiri líkur á að
starfsmenn samsvari sig þeim gildum, leiðarljósi, hlutverki og markmiðum sem verður
afrakstur stefnumótunarvinnunnar og hagi sínum störfum ávallt í anda þeirra.
Septembermánuður var helgaður opnu húsi hjá hverju sviði og hverri deild. Markmið
heimsókna með opnu húsi var að fá starfsfólk til að heimsækja aðra hluta húsnæðisins og
kynnast því hvar hver situr og hver eru verkefni viðkomandi starfseiningar. Starfsmenn
sinna að mestu leyti sömu verkefnum og áður og það gefur augaleið að hver og einr>
starfsmaður er því best fallinn til að skýra út sín verkefni og starfssvið. Fullyrða má að
2 0 4
Arbók VFl/TFÍ 2010