Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 209
HÁSKÓLI ÍSLANDS
VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ
'nngangur
Pyrir fimm árum setti Háskóli íslands sér stefnu sem miðaði að því að koma skólanum í
hóp 100 bestu háskóla á alþjóðavísu. Á þeim lista eiga Norðurlandaþjóðir, aðrar en
Islendingar, nú þegar átta háskóla. Það var augljóst frá upphafi að við næðum þessum
arangri ekki með spretthlaupi heldur yrði þetta langhlaup. En við vissum líka að við
wryndum á leiðinni vinna mjög mikilvæga áfangasigra sem myndu skila samfélaginu
styrk og aukinni samkeppnishæfni.
Pyrsti áfanginn á þessari vegferð var stefna til fimm ára, vörðuð
rneð meira en hundrað tíma- og tölusettum áfangamarkmiðum.
^iörg þessara markmiða þóttu djörf, en skólinn taldi þau vera
rnikilvæga áfanga á leið að lokamarkinu. Það er ánægjulegt að
segja frá því að skólinn hefur náð þessum áfangamarkmiðum og í
sumum tilfellum er árangurinn umfram það sem stefnt var að í
upphafi. Stefnan og sóknin hafa leitt til raunverulegrar verðmæta-
sköpunar. Þessi árangur hefur náðst vegna þrotlausrar vinnu
starfsfólks og stúdenta og vilja til að gera sífellt betur, stefna sífellt
kærra. Frá þessu greindi Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla
Islands, við útskrift nemenda sumarið 2010. Ljóst má vera að þótt
leitað sé allra leiða við sparnað og hagræðingu verður hvergi
slakað á kröfum eða gæðum námsins við Háskóla íslands.
Stjórnkerfi og nemendur
Kristín Ingólfsdóttir, rektor
Háskóla (slands, við útskrift
sumarið 2010.
^ýtt stjórnkerfi gekk í gildi í Háskóla íslands 1. júlí 2008. Með því
tók Verkfræði- og náttúruvísindasvið (skammstafað VoN) við af
verkfræðideild annars vegar og raunvísindadeild hins vegar.
Sviðsforseti er Kristín Vala Ragnarsdóttir. Innan Verkfræði- og
uáttúruvísindasviðs eru sex deildir: Iðnaðarverkfræði-, vélaverk-
freeð i- og tölvunarfræðideild, undir forsæti Ólafs Péturs Pálssonar.
Jarðvísindadeild, undir forsæti Magnúsar Tuma Guðmundssonar.
faf- og umhverfisvísindadeild, undir forsæti Sigurðar Sveins
Snorrasonar. Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, undir forsæti
Jóhannesar R. Sveinssonar. Raunvísindadeild, undir forsæti
f 'Uðmundar G. Haraldssonar og Umhverfis- og byggingarverk-
fræðideild, undir forsæti Sigurðar Magnúsar Garðarssonar.
Sfjórnkerfisbreytingunni var ætlað að styrkja grunneiningar
skólans, auka sjálfstæði sviða og bæta þjónustu við kennara og
'ýemendur. Þetta var liður í þeirri stefnu að koma Háskóla íslands
1 röð bestu háskóla heimsins.
Kristín Vala Ragnarsdóttir,
forseti Verkfræði- og
náttúruvísindasviðs.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
2 0 7