Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 210
Með auknum fjölda verkefna hefur starfsmannaþörf við sviðið aukist. Árið 2008 var
ráðinn rekstarstjóri við sviðið og ári síðar voru ráðnir rannsóknarstjóri, sem aðstoðar-
kennari við umsóknir um styrki í innlenda og erlenda sjóði, og mannauðsstjóri, þar sern
ráðningar og umfjöllun um starfsmannamál eru nánast öll innan sviðsins. Önnur þjón-
usta sem sviðið veitti var endurskipulögð og með aukið aðhald að leiðarljósi var skerpt
hlutverkum starfsfólks. Þessi virtna hefur verið undir forystu rekstrarstjóra.
Hrunið 2008 leiddi til þess að fjárveitingar til Háskólans, og þar með Verkfræði- og nátt-
úruvísindasviðs, voru skornar niður 2010 og aftur 2011. Þessum niðurskurði hefur sviðið
mætt með ítrasta spamaði og aðhaldi. Laun starfsfólks voru lækkuð, fámenn námskeið
eru ekki kennd, námskeið eru samkennd eða sameinuð þar sem því verður komið við,
kennslumisseri hafa verið stytt úr 15 vikum í 14 og sjálfsnám nemenda aukið á móti. Þrátt
fyrir þessar þrengingar og aukna aðsókn stúdenta hefur sviðinu tekist að halda sjó. Sjá
má skráningar innan verkfræðideilda í töflu 1.0.
Umsóknum um nám í verkfræði og tölvunarfræði skólaárið 2009-2010 fjölgaði um 10%
frá 2008 og hafði það ár fjölgað um 32% frá 2007. Hins vegar koma ekki allir umsækj-
endur sem uppfylla inntökuskilyrði til náms að hausti. Þar að auki missa sumir móðinn
eftir að kennsla hefst og hverfa frá námi. Fyrst og fremst er það stærðfræði sem reynist
nýnemum í verkfræði Þrándur í Götu. Áhyggjuefni er hve margir stúdentar með próf af
náttúrufræði- eða eðlisfræðisviði hafa of slakan undirbúning. Ræddar hafa verið leiðir til
að koma kröfum verkfræðideilda um stærðfræði- og raungreinagrunn betur áleiðis til
námsráðgjafa í framhaldsskólum og nemendartna sjálfra en jafnt og þétt hefur verið
dregið úr skyldunámi í þessum greinum fyrir stúdentspróf. Rætt hefur verið um innan
sviðsins um inntökupróf líkt og í læknisfræði. Verkfræðideildir í Háskóla íslands bera sig
saman við fremstu háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum og brautskrá kandídata sem
standa kandídötum þessara skóla fyllilega á sporði. Samkeppni um stúdenta er við þessa
skóla og deildirnar mega því ekki slaka á kröfum, það kæmi stúdentum oe deildunum
sjálfum í koll.
Skólaárið 2009-2010 voru í fyrsta skipti brautskráðir kandídatar með meistarapróf í sjálf'
bærri orku í svonefndu REYST-námi (Reykjavik Energy Graduate School of Sustainable
Systems), en það er nám sem Háskóli íslands, Háskólinn í Reykjavík og Orkuveita
Reykjavíkur skipuleggja. Nemendur á þessari námsleið brautskrást frá Jarðvísindadeild/
Viðskiptafræðideild eða verkfræðideildum HÍ, auk HR. Einn nemandi lauk verkfræði-
legu meistaraprófi á þessari námsleið.
Skipting útskrifaðra kandidata úr verkfræðideildum skóiaársins 2009-201Oeftir námsleiðum og gráðum er þessi:
1.0
Námsleið BS
Hugbúnaðarverkfræði 3
Iðnaðarverkfræði 36
Rafmagns- og tölvuverkfræði 16
Rafmagnsverkfræði
Reikniverkfræði
Sjálfbær orka og verkfræði
Tölvunarfræði 11
Umhverfis- og byggingarverkfræði 30
Umhverfisverkfræði
Véla- og iðnaðarverkfræði 2
Vélaverkfræði 27
Byggingarverkfræði (framh.nám)
Fjármálaverkfræði (framh.nám)
Samtals: 125 ig i
Gráða
MS_________________PhD_______________Alls
3
4 40
1 1 18
1 1
1 1
1 1
1 1 13
30
2 2
2
2 29
3 1 4
4 4
2 0 8
Arbók VFf/TFl 2010