Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Blaðsíða 217
Yfirumsjón með verkefninu, ásamt hönnun og smíði meginhluta kerfisins, hafði Marel.
Því til viðbótar tóku aðrir þátt í verkefninu, s.s. dótturfélag Marel, Camitech, sem
annaðist þróun beinahreinsunarvélarinnar, og svo ýmsar rannsóknarstofnanir í Noregi
sem komu að öðrum þáttum vinnunnar.
Fyrstu skref í röntgentækninni
Við upphaf verkefnisins var ekki sjálfgefið hvaða tækni ætti að beita til að greina bein í
fiskflökunum. Velt var upp ýmsum kostum, s.s. tölvusjón með sýnilegu ljósi eða inn-
rauðu Ijósi (sem lýsir dýpra inn í holdið), en fljótlega varð ljóst að röntgentækni yrði væn-
legasti kosturinn. Það kom í hlut verkfræðinga hjá Marel að innleiða þessa tækni hjá
fyrirtækinu og þróa hana áfram.
Vinnan hófst á því að sérfræðingar hjá Marel viðuðu að sér efni um þau fræði sem liggja
að baki röntgenmyndatöku, allt frá eðlisfræði röntgengeislunar til skynjunartækni og
myndgreiningar. Farið var gegnum fjölda bóka, tímaritsgreina og efnis á netinu. Leitað
var um samstarf til fjölmargra fyrirtækja víða um heim, sem þróa og framleiða röntgen-
búnað. Ymist voru þau heimsótt og gerðar einfaldar samanburðarprófanir eða frosin
iskstykki voru send til þeirra til röntgenmyndatöku. Myndirnar voru sendar aftur yfir
netið og fyrirtækin sendu jafnframt stykkin aftur svo að unnt yrði að skoða beinin hjá
Marel, mæla þau og bera saman við röntgenmyndirnar. í ljós kom að þessi fyrirtæki réðu
almennt ekki yfir búnaði til að greina smærri fiskbeinin og á þeim hraða sem þurfti til.
bað varð því úr að lagt var upp í greiningarvinnu til þess að skoða hvaða eiginleika röntgen-
geislagjafar og röntgenskynjarar þyrftu að hafa til þess að ná nægilega skýrum myndum
af grönnum fiskbeinum á þeim sekúndubrotum sem eru til umráða þegar skoða á hráefni
á ferð í dæmigerðri fiskvinnslu. Einnig var hafist handa við að skoða hvaða hugbún-
aðaraðferðir hentuðu til að greina beinin með sjálfvirkum hætti í myndunum.
Að lokinni greiningarvinnunni á röntgenmynda-
tökuferlinu og eftir samanburð á þeim búnaði sem
mætti nota til að taka myndir voru fest kaup á
fyrsta röntgengjafanum og skynjara til röntgen-
myndatöku. Jafnframt var útbúinn blýklæddur
Þlefi hjá Marel til röntgenmyndatöku og þar voru
fyrstu myndirnar teknar í ársbyrjun 2002.
bróun tækis til að greina bein í fiskflökum
Jafnframt prófunum innanhúss hjá Marel var
fyótlega hafist handa við að hanna og smíða fyrstu
frumgerð röntgenskoðunartækis sem nota mætti í
fiskvinnsluhúsum. Bæði var brýnt að þoka verkinu
rósklega áfram vegna þess tímaramma sem norska
''erkefnið setti, en einnig þekktu sérfræðingar hjá
Marel af reynslunni að besta aðstaðan til prófana er
oft í matvælavinnslunni sjálfri, þar sem nægt
úráefni er til staðar og þar sem reynir á tæknina og
frammistöðu búnaðarins.
ffyrsta frumgerð röntgentækisins sá dagsins ljós
snemma árs 2002. Til þess að fyrirbyggja hugsan-
Jega mengun matvælahráefnis var ákveðið að nota
bvergi blý til að skerma af geislun utan tækisins,
neldur var í staðinn notað sérstaklega þykkt ryðfrítt
stál þar sem þess þurfti með. Geislun út um op tæk-
Vinnslulínan sem þróuð var i norska verkefn-
inu. Flök með beinum eru tekin út úr flæðinu
og staðsetning beina sýnd á skjástöðvum.
mk
m m
r fyrirtækja og
stofnana i 2 1 5
Kynning og tæknigreina