Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 219
Við fyrstu sýn virtist beinaleit í
kjúklingakjöti ætla að verða auð-
veldari en leitun að fiskbeinum, þar
sem kjúklingabeinin eru jafnan mun
stærri og þykkari en þau fyrrnefndu.
Við nánari skoðun reyndist þetta við-
fangsefni þó síst auðveldara. í fyrsta
fagi voru kjúklingabein ekki eins þétt
°g búist hafði verið við, en kalkinni-
hald og þéttleiki beinanna ræður
öúklu um hve sýnileg þau eru í
röntgenmyndum. Því reyndist oft
erfitt að greina á milli beina og
Þykkilda í kjötinu. í öðru lagi var
erfitt að greina brot eða flísar úr kjúk-
lingabeinum, því þar gat mynd-
greiningarhugbúnaður ekki reitt sig á
fyrirfram gefna lögun. Þótt fiskbeinin
v®ru mun smærri hjálpaði hins
Vegar einkennandi lögun þeirra við
s]álfvirka greiningu í hugbúnaði.
ffl þess að auðvelda greiningu beina í kjúklingakjöti var prófað að slétta úr hráefninu og
gera þykkt þess sem jafnasta með kefli sem jafnaði yfirborðið og gæfi þannig einsleitari
f’akgrunn í röntgenmyndirnar. Þessi aðferð reyndist ekki bæta greininguna nægjanlega,
auk þess sem óæskilegt þótti að pressa kjötið um of. Því var horfið frá þeirri aðferð og
lausna leitað enn frekar í þeim aðferðum sem þróaðar höfðu verið fyrir læknisfræði og
eðlisfræði röntgentækninnar sem liggur þar að baki. Með þróun endurbættrar skynjunar-
f®kni, myndgreiningar og hugbúnaðar tókst smám saman að endurbæta árangur beina-
gfeiningarinnar í kjúklingakjöti. Jafnframt var vélin endurhönnuð til þess að hámarka
ararigur fyrir kjúklingahráefnið. Tækið var minnkað og ýmsar endurbætur voru eerðar á
vél-, raf- og hugbúnaði.
samhliða þróunirtni hjá Marel var framkvæmdur fjöldi prófana hjá kjúklingaframleið-
eödum, í Bandaríkjunum og Evrópu, þar sem tækifæri gáfust til að safna gögnum, kynn-
ast frá fyrstu hendi hvaða atriði skiptu máli í framleiðslu og gæðamati kjúklinga-
afurðanna og jafnframt lögðu þessar prófanir grunninn að markaðsstarfi og kynningu
'ækisins innan kjúklingaiðnaðarins.
Á
•"angurinn skilar sér
'ns og í fiskvinnslunni reyndist í fyrstu erfitt að markaðssetja röntgenbúnaðinn í kjúkl-
lngaiðnaðinum og þar þurfti að vinna á efasemdum eftir misjafnan árangur þeirra sem á
nþdan höfðu komið. Svo fór að lokum að árangur tækninnar varð ekki vefengdur og eftir
Jölmargar heimsóknir með vinnsluprófanir í kjúklingavinnslur var fyrsta SensorX-tækið
Sek í kjúklingaiðnað í Danmörku sumarið 2006. Árið eftir seldust níu tæki, en eftir það
kiptu sölurnar tugum og fara enn vaxandi á ári hverju.
S'
, ei'staklega þarf að huga að frágangi tækjanna með tilliti til reglna um geislavarnir í
ÞVerju landi. Reglur eru mismunandi milli landa og á það jafnt við um Evrópulönd og
jafnvel einstök ríki innan Bandaríkjanna. Markaðsfólk Marels sinnir leyfisumsóknum á
verjum stað, en við afhendingu frá fslandi er tryggt að sérhvert tæki sé sérstaklega mælt
^úeð tilliti til geislunaröryggis og að frágangur sé samkvæmt ströngustu kröfum.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i 2 1 7