Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 220
Árið 2008 markaði ekki aðeins upphaf efnahagskreppu á íslandi heldur um allan heim-
Þannig fann Marel fyrir samdrætti í sölum búnaðar víðs vegar, þar sem matvæla'
iðnaðurinn hafði minnkandi aðgengi að lánsfé til fjárfestinga. Þessi samdráttur náði hir>s
vegar ekki til SensorX-tækjanna og þeirra kerfa sem þróuð voru með þeim, heldur jukust
sölur þeirra áfram hröðum skrefum meðan ýmsar aðrar vörur létu tímabundið undan-
Fullyrða má að sú sérstaða sem Marel hafði á markaðnum með nýju röntgentækninni hafi
skipt sköpum á þessu tímabili.
í fremstu röð
Með nýrri tækni koma ný tækifæri og það hefur átt við um röntgentæknina hjá Maref
Röntgentækið SensorX er aðeins einn hluti, þótt mikilvægur sé, í vinnsluferlinu. Meu
tækinu hafa verið þróuð margvísleg kerfi sem gera notendum kleift að ná sem mestutu
ávinningi af tækninni og í megindráttum má skipta honum í tvennt. Annars vegar er
gæðaskoðun á hráefni, þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir að hráefni seiU
inniheldur bein eða aðskotahluti fari út á markaði. Hins vegar nýtist búnaðurinn til að
fylgjast með beinainnihaldi, í þeim tilgangi að uppgötva og láta vita ef t.d. stilla þarr
úrbeiningarvélar eða láta starfsfólk vita ef beinainnihald eykst umfram það sem telst
viðunandi.
I nánast öllum samanburðarprófunum hefur SensorX-búnaðurinn náð betri árangri en
tæki frá keppinautum Marels. Þessu forskoti er mikilvægt að halda og þess vegna e*
áfram unnið af kappi við frekari þróun, endurbætur og nýjungar. Þar má nefna að Marel
hefur núna þróað eigin röntgenskynjara, sem tekur myndirnar af hráefninu. Sú reynsla
sem Marel býr að á sviði röntgentækninnar er dæmi um þá þekkingu sem leggur grura1
að verðmæti fyrirtækisins og sérstöðu.
Lokaorð
í dag er Marel leiðandi í heiminum í þróun og framleiðslu röntgenbúnaðar til gæðæ
skoðunar í fiski og kjúklingakjöti, en með þróun og framleiðslu röntgentækja hérlenfilS
hefur Marel rutt nýja braut í íslenskum hátækniiðnaði. Lykilþættir í þeim árangri sem þiir
hefur náðst eru sú grunnþekking og færni sem verkfræðingar og aðrir sérfræðingar fi)a
Marel búa að og hafa hagnýtt við þróun tækninnar.
Margir hafa komið að uppbyggingu röntgentækninnar hjá Marel, með ýmiss ko,iaI
stuðningi og þátttöku, en þar má nefna Geislavarnir ríkisins, Háskóla ís\ands'
Nýsköpunarsjóð námsmanna og Rannsóknasjóð RANNÍS, auk Samherja hf. og 115
Granda hf., sem í þessu verkefni eins og mörgum öðrum hafa tekið þátt í þróuna*
vinnunni með ómetanlegri aðstöðu til prófana, hráefni og góðu samstarfi.
21 8 | Árbók VFl/TFl 2010