Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 246
athuganir efri mörk stróks í 7-8 km hæð 7. maí, sbr. töflu 1. Ástæðan gæti verið falin í því
að könnunarflug voru farin snemma að morgni, á hádegi og/eða um eftirmiðdag meðan
radarmælingarnar voru allar teknar kl. 13:20-13:30. Einnig er ljóst að ávallt er mikil
óvissa fólgin í að meta hæð stróka (t.d. Tupper et al., 2007) og að hæð stróks geti breyst
innan dagsins (Jarðvísindastofnun HÍ og Veðurstofa íslands, 2010).
Mynd 3a sker sig frá hiniim
fjórum þar sem svo virðist að
strókurinn skiptist. Annars
vegar er strókur sem rís upp 1
veðrahvolfið og hins vegar
mökkur sem skríður meðfram
yfirborði jarðar. Þessi ljós-
mynd er tekin 17. apríl, irrnan
tveggja tíma frá því að hita-
hvörf greindust í 2 km hæð
yfir sjávarmáli á Keflavíkur-
flugvelli (sbr. mynd 2). Stað-
setning hitahvarfanna, teiknuð
inn á mynd 3a með brotalínm
virðist falla saman við efrr
mörk neðri stróksins. Loftið i
hitahvörfum er mjög stöðugt
(hér ATJAz = 0,0075 °C/m),
og þannig er oft talað um að
hitahvörf geti myndað nokk-
urs konar lok sem hamlar
lóðréttri dreifingu efna.
Radar- og veðurmælingar i
töflu 1 sýna að hæð gosstrókS/
vindhraði og stöðugleiki
umlykjandi lofts hafi verið
óbreytt athugunardagana
4.-8. maí. Samkvæmt jöfnu 5
gefur þetta til kynna að goS'
myndunin og goskrafturinn,
lýst með flotkraftinum F, hafj
verið svipaður þessa daga. Ei
sama gosvirkni er áætluð fynr
17. apríl gefur jafna 5 til kynna
að risið hafi verið u.þ.b. 1 km lægra þennan dag, sem styður þá kenningu að hitahvörfin
hafi átt þátt í að gosmökkurinn skiptist.
Mynd 3. Lóðrétt dreifing gosstróks.
a) 17. apríl kl. 13:50 (Ijósmynd: Henrik Thorburn), b) 4. maí (Ijósmynd:
Eggert Norðdahl), c) kvöld 7. maí (Ijósmynd: Eggert Norðdahl), d) 8. maí
(Ijósmynd: Einar Svavarsson) og e) kvöld 10. maí (Ijósmynd: Eggert
Norðdahl).
Önnur þekkt áhrif hitahvarfa í 2000 m hæð yfir stöðugu lofti eru myndun fallvinðs
skjólmegin við fjöll (Gjevik o.fl., 2010). Þar sem slík veðurskilyrði voru til staðar 17. apn'1
er því hugsanlegt að fallvindur sunnan megin við Eyjafjallajökul hafi leitt til niðursveiflu
hluta gosefnanna. Aðrir þættir gætu einnig hafa stuðlað að og ýtt undir skiptingu goS'
makkarins, eins og t.d. kornastærðadreifing og þyngd gosefna. Örlög gosmakkarins a
þessum tiltekna degi verða skoðuð nánar í láréttu plani í næsta kafla.
2 4 4
Arbók VFl/TFl 2010