Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Síða 249
megin í töflu 2. Ljóst er að þegar b er fest á þennan hátt fellur aðhvarfsgreining ekki að
hugmyndafræði líkansins um upphafsþenslu, þar sem útreiknað W0 er neikvætt í öllum
athugunaratburðunum. Þetta er vísbending um að láréttu dreifnistuðlarnir reiknaðir
fyrir vegalengdina 15-120 km frá Eyjafjallajökli séu of háir fyrir nærsvið gosstöðvar-
innar (x < 15 km). Reiknuðu dreifnistuðlarnir Kh eru á bilinu '1 ()00-4600 m2/s. Það er tvö-
falt hærra en samsvarandi stuðlar fengnir úr svipuðum gosmakkarrannsóknum Tiesi
(2006) innan 10-180 km frá eldfjallinu Etnu á Ítalíu.
1 ljósi fyrrgreindra niðurstaða var aðhvarfsgreining endurtekin með því að festa W0 sem
núll. Við þetta minnka reiknaðir X/,-stuðlar og eru nú að meðaltali 1500 m2/s, sbr. töflu 2,
sem er í góðu samræmi við niðurstöður Tiesi o.fl. (2006). Þessir stuðlar eru í lægri kant-
inum miðað við 5x103 m2/s til 6x104 m2/s sem fengust úr fyrri rannsóknum Giffords
(1982, 1984) og Barrs og Giffords (1987), og 104 m2/s frá rannsóknum Pissos og fleiri
(2009) sem náðu yfir svipuð og stærri svæði úr veðrahvolfinu.
I inngangi var minnst á að sum öskuhermunarlíkön nota fastan láréttan dreifnistuðul.
Mikilvægt er að gera greinarmun á slíkri inntaksbreytu í PUFF-líkaninu og reiknuðum
stuðlum í þessari grein. PUFF-breytan lýsir einungis dreifingu af völdum ókyrrðar og
iðuhreyfinga. Þannig beittu Tanaka og Yamamoto (2002) Kh =100 m2/s í hermunum
sínum á dreifingu gosmakkar frá Usu-eldfjallinu í Japan. Dreifnistuðlarnir kynntir í
töflu 2 innifela iðudreifingu og jafnframt dreifingu af völdum vindbreytileika í tíma og
rúmi vegna forsendunnar um stöðugleika og einsleitni. Það útskýrir hvers vegna
K/,-stuðlarnir í töflu 2 eru mun hærri en sá sem notaður er sem inntak í PUFF-líkaninu.
Ofangreindar niðurstöður, þar sem b er fest sem 0,5 gefa þannig til kynna að aðgát skuli
höfð við notkun fastra dreifnistuðla fyrir útbreiðslu gosefna. Dreifnistuðlarnir verða að
miða við svæðið sem er til athugunar, t.d. hvort er verið að skoða svæði innan við
10-20 km, milli 10-100 km og stærri en 100 km. Stærri iðuhreyfingar og meiri vindhraða-
breytileiki í andrúmsloftinu geta örvað enn útbreiðslu gosefna fjær eldstöð en nær. Þar
með fellur forsendan um fastan dreifnistuðul.
Að lokum, þá er einnig mikilvægt að hafa í huga að sú leið sem farin er í þessari
rannsókn, þ.e. að gera ráð fyrir upphafsþensluáhrifum W0, hefur áhrif á alla aðhvarfs-
stuðlana.
Samantekt
Loftslagsgögn og gervihnattamyndir frá fimm mismunandi atburðum frá gosinu í
Eyjafjallajökli vorið 2010 voru greind. Niðurstöðurnar sýna að láréttri útbreiðslu gosefna
megi lýsa vel fyrir stutta afmarkaða atburði með einföldu Gaussian-líkani sem gerir ráð
fyrir að staðalfrávik aukist sem veldisfall af fjarlægð. Fyrstu tvo athugunardagana var
lárétt breiddaraukning strókanna nálægt því að vera línuleg með fjarlægð frá gosstöð-
inni. Seinni þrjá athugunardagana voru strókarnir mjórri til að byrja með en dreifðu svo
hraðar úr sér eftir því sem fjær dró frá gosstöðinni. Upphafsþensla strókanna var
umtalsverð miðað við stærð gígsins sem var nokkur hundruð metrar í þvermál, eða á bil-
inu 1-5 km. Niðurstöður sýna að notkun fastra láréttra dreifnistuðla yfir stór útbreiðslu-
svæði gosösku sé takmarkandi. Innan 15-100 km frá eldstöð sýnir þessi rannsókn að
láréttur dreifnistuðull, miðað við enga upphafsþenslu, sé í kringum 1500 m2/s. Þessi
stuðull innifelur bæði dreifingu vegna sundurleitni í vindhraða og iðuhreyfinga.
Þakkir
Höfundar þakka Henrik Thorburn, Eggerti Norðdahl og Einari Svavarssyni fyrir afnot af
Ijósmyndum í þeirra eigu. Tilvísun í radarmyndirnar eru fengnar með góðfúslegu leyfi
Veðurstofu íslands og kunna höfundar þeim bestu þakkir fyrir.
Ritrýndar vísindagreinar
2 4 7