Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 268
í fyrra dæminu (a) er þörf fyrir að reglunarafl allt að 40 MW. Það þýðir að taka þarf fyrstu
þremur tilboðunum í vaxandi verðröð og það síðasta setur jöfnunarorkuverð, þ.<-’-
4.000 kr/MWh. í dæminu um niðurreglunina (b) þarf að fara niður um -40 MW, og er það
gert þ.a. fyrst er tekið því tilboði sem þýðir mestu greiðslu til reglunaraflsmarkaðar og
svo því sem þýðir næst mestu greiðslu, o.s.frv. I þessu dæmi er síðasta tilboð a
1.000 kr/MWh, þannig að það setur jöfnunarokuverð. Ef bæði upp- og niðurreglun eru
innan sömu klukkustundar ræður uppreglunin jöfnunarorkuverði. Arið 2009 var
meðaltal jöfnunarorkuverðs 2.243 kr/MWh. Hæst fór verðið í 13.000 kr/MWh og lægst í
0 kr/MWh. [4]
Jöfnunarorka
Eftir lok hvers mánaðar reiknar Landsnet jöfnunarorku hvers mánaðar, þ.e.a.s. heildar-
frávik hvers jöfnunarábyrgðaraðila frá jöfnunaráætlun, og kostnað vegna hennar. Hér
fyrir neðan er tekið dæmi um útreikning á jöfnunarorku og kostnaði vegna hennar út fra
jöfnunarorkuverði fyrir ákveðinn jöfnunarábyrgðaraðila. Við skoðun á klukkustund
01.00-02:00 (grámerkt lína) má sjá að frávik í framleiðslu er -1 MWh en frávik í notkun
3 MWh. Það er lagt saman (2 MWh) og margfaldað með jöfnunarorkuverði sem fæst úr
Reglunarskjá fyrir þessa ákveðnu klukkustund (4.000 kr/MWh). Þannig fæst jöfn-
unarorkukostnaður viðkomandi jöfnunarábyrgðaraðila þessa klukkustund (8.000
kr/MWh). Jákvæður kostnaður merkir greiðslu frá jöfnunarábyrgðaraðila til reglunar-
aflsmarkaðar (Landsnets), en neikvæður kostnaður greiðslu í gagnstæða átt. Sé jöfn-
unarorka allra aðila lögð saman fæst núll, þ.e.a.s. hún jafnast út, og sama má segja með
summu jöfnunarorkukostnaðar að frátalinni þóknun til Landsnets vegna umsýslu.
JöínururáæUun Mætingar Jöínunararka
Eramlúðda Notkun SalaT Kauf^ Framleiðila Notlcun AFramleiðda ANotkun Alls Veri Kostnaður
Frákl. Tilkl. MWl. MWl. MWli MWh MWli MWlt MWlt MWlt MWlt kr/MWlt kr
0000 01:00 70 80 20 30 68 82 2 2 4 3.500 14.000
0100 0200 70 78 20 28 71 81 -1 3 2 4.000 8.000
0200 08:00 70 76 20 26 72 78 -2 2 0 1.000 0
08.00 04:00 70 74 20 24 72 75 -2 1 -1 700 -700
Mynd 6. Dæmi um útreikning á jöfnunarorku út frá jöfnunaráætlun og mælingum.
* Sala og Kaup eiga við sölu og kaup frá öðrum jöfnunarábyrgðaraðilum
** Jöfnunarorkuverð
Prekar lítill hluti raforkuviðskipta á íslandi er í formi jöfnunarorku, enda það fyrirkomU'
lag eingöngu hugsað til að taka á óumflýjanlegum frávikum frá áætlunum. Velta á jöfn-
unarorkumarkaði var 239 mkr árið 2009 [4].
Framtíð reglunaraflsmarkaðar og fyrirkomulags jöfnunarorku
Ofanskráð fyrirkomulag fyrir rekstur reglunaraflsmarkaðar og uppgjör jöfnunarorku
hefur verið við lýði frá því Landsnet tók til starfa um áramót 2004/2005. Fyrirkomulagið
hefur reynst mjög vel og þykir gegnsætt og skilvirkt. Það er einfaldara en á hinum
Norðurlöndunum, þ.s. gerð eru upp frávik á framleiðsluhlið annars vegar og á notk-
unarhlið hins vegar [11]. Tvöfalda kerfið í nágrannalöndunum hefur þann kost að áætl'
unargerð fær mikið aðhald, en þann ókost að það er dýrara, þ.s. jöfnunarorkan kemui'
2 6 6
Arbók VFl/TFf 2010