Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 290
Til nánari skýringa á hvers vegna vermi borhola
hefur hækkað hafa borholur boraðar um og eftir
2005 reynst vera hávermiholur með háu hlut-
falli af gufu og lágu hlutfalli af skiljuvatni.
Þannig hefur meðalvermi svæðisins hækkað úr
um 1200 kj/kg, um það leyti sem ákveðið var að
hefjast handa með lágþrýstigufu-aflrásina, í um
og yfir 1700 kj/kg eftir að raforkuframleiðslan
með henni hófst. Mynd 7 sýnir nýlega kerfis-
mynd af lágþrýstigufu-aflrásinni.
Að lokum
Samanburður var gerður á raforkuframleiðslu úr skiljuvatni á Hellisheiði með þremur
mismunandi aflrásum þ.e.: Tvívökva Rankine-, Kaíina- og lágþrýstigufu-aflrás. Að
lokum var lágþrýstigufu aflrásin valin á grundvelli:
• Lægsta stofn- og framleiðslukostnaðar á raforku.
• Mestrar framleiðslugetu á hitaveituvatni
Hækkun á vermi borhola frá því ákvörðun var tekin um byggingu lágþrýstigufu-
aflrásarinnar hefur haft í för með sér að minna skiljuvatn er fyrir hendi, til að framleiða
lágþrýstigufu úr, en gert hafði verið ráð fyrir. Vegna fyrirhugaðra stækkanaáfanga er
aftur á móti fyrir hendi umfram háþrýstigufa, en með þrýstingslækkun nýtist hún til
viðbótar inn á lágþrýstigufu aflrásina. Að öðrum kosti hefði ekki verið not fyrir þessa
umfram gufu fyrr en með næsta stækkanaáfanga, Hellisheiði II, haustið 2011.
Varmaaflfræðilega séð er skynsamlegast að nýta gufuna með sem minnstri þrýstings-
lækkun, en öll þrýstingslækkun orsakar rýrnun á afli. Stækkun Hellisheiðarvirkjunar og
þar með aukning raforkuframleiðslunnar hefur í för með sér aukna gufunotkun. Jafn-
framt því verður fyrir hendi aukið skiljuvatn til framleiðslu á lágþrýstigufu. Með því
móti verður hægt að draga úr hlutdeild þrýstingslækkaðrar háþrýstigufu og hugsanlega
gerir það hana með öllu óþarfa. Þannig verður rekstur lágþrýstigufu-aflrásarinnar líkari
því sem gert var ráð fyrir við upphaflega hönnun hennar.
Heimildir
[1] Hellisheiðarvirkjun - Frárennslisvirkjun - Frumkönnun (2004), VGK,4 blaðsíður.
[2] Skiljuvatnsvirkjun - Frumáætlun. (2005), VGK, 10 blaðsíður.
[3] Toshiba Operation and Maintenance Instructions (2007).
[4] List of Geothermal Power Plant, Mitshubishi Heavy Industry LTD, Japan (2000).
[5] Reference List Geothermal Power Plants, Fuji Electric Systems Co Ltd, Japan (2005).
2 8 8
Arbók VFl/TFf 2010