Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 292
þróun í grundvallaratriðum á þremur jafnmikilvægum þáttum; vistfræðilegum, félags-
og menningarlegum og efnahagslegum.
Þegar fjallað er um vistvæna hönnun bygginga og sjálfbæra þróun í byggingariðnaði er
vissulega hugað að vistfræðilegum þáttum eins og notkun auðlinda, mengun og
úrgangsstýringu. Hins vegar er ekki síður litið til lausna sem eru hagkvæmar og lausna
sem eru þannig úr garði gerðar að þær séu þægilegar og hentugar fyrir notendur bygg-
ingarinnar.
Umhverfislausnir sem eru allt of dýrar eða henta illa fyrir notkun hússins eru ekki það
sem leitað er eftir. Það hefur til að mynda lítið gildi að hanna byggingu sem fólki líður
ekki vel í og slík bygging myndi ekki flokkast sem vistvæn. Askorunin felst í því að finna
lausnir sem samþætta framangreinda þrjá þætti sjálfbærrar þróunar.
Vistvæn hönnun bygginga
Hvatar til að hanna og byggja með vistvænum áherslum eru margir og snerta meðal
annars lágmörkun á auðlindanotkun og kostnaði, vellíðan fólks í byggingum og vönduð
vinnubrögð. Auðlindir heimsins eru ekki óþrjótandi og í Evrópu er til dæmis talið að um
40 % af orku- og hráefnanotkun samfélagsins fari í byggingariðnað. Með betri hönnun og
vali á efnum, með tilliti til líftíma þeirra frá framleiðslu til niðurrifs, má minnka þessa
auðlindanotkun verulega.
Vel menntaðar þjóðir í norðri, eins og við íslend-
ingar, eyða meirihluta ævinnar innandyra og því
er mikilvægt að þar fari vel um fólk. Vistvænar
áherslur eiga að ná utan um þennan þátt og
tryggja að vellíðan notenda sé höfð að leiðarljósi
við hönnun og byggingu húsa.
Enn þann dag í dag er algengt að lágmörkun
framkvæmdakostnaðar sé eini hagræni þátturinn
sem litið er til við hönnun bygginga. I vistvænni
hönnun er ávailt lögð áhersla á langtímahugsun.
Þegar að hagrænum þáttum kemur er það líftíma-
kostnaður sem horft er til, þ.e. kostnaður á öllum
líftíma byggingarinnar og leitast er við að lágmarka
heildarkostnað fremur en einungis framkvæmda-
kostnað.
Enn eitt sem skiptir ekki minna máli eru vönduð vinnubrögð, notkun aðferða sem henta
fyrir aðstæður á hverjum stað og gæðatrygging. Það er auðvitað deginum ljósara að
byggingar á Islandi eru í dag margfalt vandaðri en þær voru fyrir 100 árum. Hraðinn og
vinnubrögðin sem tíðkuðust víða á árunum 2005-2007 hafa hins vegar sett svolítið bak-
slag í þessa þróun og gæði margra húsa sem byggð voru á þessu tímabili eru ekki eins og
við vildum helst hafa þau. Eins má segja að margar af þeim erlendu aðferðum sem hér
hafa rutt sér til rúms á undanförnum 10-15 árum henti illa fyrir íslenskar aðstæður. Dæmi
um þetta eru aðferðir sem stytta framkvæmdatímann, t.d. notkun forsteyptra eininga,
plastkubba og bjálka. Stundum er um útlitsleg atriði að ræða, t.d. flöt þök. I vistvænum
lausnum er lögð áhersla á að tryggja gæði þeirra aðferða og vinnubragða sem notuð eru,
bæði við hönnun og í framkvæmdinni sjálfri.
Til þess að færa þróunina áfram er nauðsynlegt að fara út fyrir ramma „hefðbundinnar"
hönnunar og finna svigrúm og tækifæri til að þróa nýjar og vistvænni lausnir. Vegna
tímaskorts er t.d. ekki óalgengt að byggingar, kerfi og vörur séu yfirhannaðar og þar með
er ef til vill verið að nota mun meira efni en þörf er á. Ef meira svigrúm fengist við
2 9 0
Arbók VFl/TFÍ 2010