Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 306
árið 2005 leyfi Umhverfisstofnunar til að losa dýpkunarefni í gamla gryfju rétt suðaiistan
Engeyjar (11. mynd) og á árunum 2005-2009 voru losaðir þar alls um 800.000 m3. í kjöl-
far aðildar íslands að OSPAR-samningnum um verndun Norðaustur-Atlantshafsins árið
1992, hefur verið gerð krafa um að kannað verði mengunarástand dýpkunarefnis áður en
leyfi hefur verið veitt til að losa það í sjó. Fyrsta slíka rannsóknin fór fram á dýpkunarefni
úr gömlu höfninni í Reykjavík [19] og árið 2000 gaf Hollustuvernd ríkisins út leiðbein-
andi reglur um meðferð dýpkunarefnis. Hin síðari ár hefur Siglingastofnun íslands tekið
yfirborðssýni á fyrirhuguðum dýpkunarsvæðum og sent niðurstöður kornastærðar-
greiningar til Umhverfisstofnunar áður en leyfi er veitt til að losa dýpkunarefni í sjó. I
þeim tilfellum þar sem sýnin eru mjög fínkorna, hefur þurft að greina styrk þungmálma
og eftir aðstæðum annarra efna, s.s. þrávirkra lífrænna efna áður en leyfi er veitt.
Reykjavíkurhöfn er eina höfnin hér við land, þar sem fundist hefur mengun í dýpk-
unarefni, en einnig greindist mengun í botnseti í kringum fyrrum skipakví í Arnar-
nesvogi við undirbúning að gerð bryggjuhverfis þar.
Lítið er um að dýpkunarframkvæmdir séu utan netlaga, en í slíkum tilvikum þarf að
sækja um leyfi til Orkustofnunar til efnistöku samkvæmt lögum nr. 73/1990 um eignar-
rétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins [21]. Árið 2005 veitti iðnaðarráðherra þó
eitt slíkt leyfi til Sveitarfélagsins Homafjarðar, til töku malar og sands úr innsiglingar-
rennu á Grynnslunum utan við Homafjarðarós, en efnið var síðan losað í sjó allnokkru
sunnan við rennuna samkvæmt leyfi frá Umhverfisstofnun.
Lítið sem ekkert virðist vera til af opinberum gögnum um efnisgæði malar og sands sem
upp koma við dýpkun í höfnum. Það er umhugsunarvert að þarna gæti í einhverjum
tilvikum verið um möl og sand að ræða, sem eru of verðmæt efni til að vera notuð í land-
fyllingar. í tengslum við val á dýpkunartækjum árið 1945 bendir vitamálastjóri á að ekki
megi gleymast að oft sé hentugasta leiðin til að ná í steypuefni sú að dæla því upp af hafs-
botni [20]. Þekkt er að dýpkunarefni hafi á árum áður verið notað sem steypuefni við
byggingu íbúðarhúsa, s.s. í Vestmannaeyjum, en ekki er vitað hvort slíkt tíðkist einhvers
staðar enn.
Eins og fram kom í upphafi kaflans
njóta dýpkunarverk yfirleitt lítillar
athygli almennings. Arið 2010 sker
sig þó úr hvað það varðar því frá
aprílbyrjun hafa fjölmiðar öðru
hvoru fjallað um dýpkun Landeyja-
hafnar (5. mynd). í tilkynningu til
Skipulagsstofnunar um matsskyldu
var gert ráð fyrir að dæla upp um
150.000 m3 af dýpkunarefni við gerð
hafnarinnar, en síðan að árlega þyrfti
að dæla upp um 20.000 m3, til að
viðhalda dýpi í innsiglingu og höfn. I
júlí var Landeyjahöfn síðan opnuð,
en snemma í september varð að loka
henni, þar sem inn í hana hafði borist
svo mikill sandur, að hún var orðin
of grunn fyrir ferjuna Herjólf. Talið er
að mikið magn efnis úr gosinu í
Eyjafjallajökli, sem Markarfljót bar
fram rétt austan við höfnina og þra-
látar austanáttir í ofanálag, hafi
valdið þessum efnisflutningum inn i
Landeyjahöfn. Unnið hefur verið að
dýpkun undanfarið, eftir því sem
5. mynd. Perla, sanddæluskip Björgunar, með 280-300 m3 lestarrými, við dýpkun (
Landeyjahöfn l.apríl 2010.Vestmannaeyjar I baksýn.Ljósmynd:Óskar Óskarsson,
Vestmannaeyjum.
3 0 4
Arbók VFl/TFl 2010