Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Page 312
tekið mikið af steypuefni fyrir höfuðborgarsvæðið, eða um 2,9 millj. m3 á átta ára tíma-
bili á tíunda áratugnum. Á árinu 2005 komu fram upplýsingar um vaxandi erfiðleika við
efnistökuna og því hefur dregið úr henni. Á árunum 2000-2009 voru þó teknir á svæðinu
um 2,16 millj. m3, sem eru 44% af heildarefnistöku í Kollafirði á tímabilinu og sýnir það
vægi þessa efnistökusvæðis. Engin efnistaka er á svæðinu í dag, því öldufarsútreikningar
Siglingastofnunar íslands gáfu til kynna að frekari efnistaka þar myndi valda auknu
landbroti á norðurhluta Engeyjar og því var ekki sótt um nýtt leyfi. Árið 1984 hóf Björgun
uppdælingu á Viðeyjarflaki, sem er nokkru norðan Viðeyjar, en það var þriðja svæðið í
Kollafirði þar sem tekið var steypuefni. Árið 2005 var stærð svæðisins einungis 6,2 ha,
sem er lítið í samanburði við efnistökusvæðin við Akurey og Saltvík. Efnistakan hefur
aukist verulega, því á átta ára tímabili á tíunda áratugnum voru teknir þar 7.700 m3, en á
árunum 2000-2009 var magnið komið í 342.000 m3. í leyfi sem Orkustofnun veitti Björgun
í júní 2009 til tíu ára, var m.a. leyft að taka allt að 150.000 m3 á Viðeyjarflaki (14. mynd).
Árið 1987 hóf Björgun uppdælingu á nyrðra svæðinu austan Engeyjar og var það fjórða
svæðið í Kollafirði þar sem tekið var steypuefni, sem hér var í grófara lagi. Svæðið er
frekar lítið, því árið 2005 var það einungis 5,5 ha að stærð. Suðaustanvert við Engey er
annað stærsta efnistökusvæðið í Kollafirði, sem var 34 ha að stærð árið 2005. Ekki er vitað
hvenær efnistaka hófst þar, en miðað við stærð svæðis hefur hún verið umfangsmikil, en
árið 2005 hafði henni verið hætt. Eins og fram kemur í kaflanum um dýpkun, fengu
Faxaflóahafnir árið 2005 leyfi Umhverfisstofnunar til að losa dýpkunarefni í syðri hluta
efnistökusvæðisins. Á svæðunum við Engey voru til samans teknir um 132.000 m3 á átta
ára tímabili á tíunda áratugnum, en magnið jókst í um 246.000 m3 á árunum 2000-2009.
í leyfi sem Orkustofnun veitti Björgun í nóvember 2009 til tíu ára, var m.a. leyft að taka
allt að 200.000 m3 á sameinuðu svæði við Engey (14. mynd). í Lundeyjardjúpi, á milli
Lundeyjar og Viðeyjar, var árið 2005 fjórða stærsta efnistökusvæðið í Kollafirði, 20 ha að
stærð. Björgun hóf efnistöku þar árið 1993, á eina efnistökusvæðinu í Kollafirði sem í
heild er á meira en 20 m sjávardýpi. Efnið þar er fíngerð möl og sandur. Nokkru norð-
austar eru tvö efnistökusvæði, 15 ha að stærð, sem kennd eru við Lundey, en þar hóf
Björgun efnistöku árið 1985. Þar er einkum að finna grófa möl sem notuð hefur verið til
hafnagerðar. Efnistökusvæðin í Lundeyjardjúpi og við Lundey, báru lengst af Lundeyjar-
nafnið og tölur um efnismagn eru því sameiginlegar. Þar voru teknir um 243.000 m3 á átta
ára tímabili á tíunda áratugnum, en magnið sexfaldaðist og var um 1,53 millj. m3 á
árunum 2000-2009, sem er 31% af heildarefnistöku í Kollafirði á því tímabili. Björgun
sótti um leyfi til efnistöku á Lundeyjardjúpi og einnig við Lundey árin 2009-2019. í leyfi
sem Orkustofnun veitti fyrirtækinu í júní 2009 til tíu ára, var m.a. leyft að taka allt að
1.000.000 m3 við Lundey (14. mynd). Orkustofnun veitti aftur á móti ekki leyfi til
efnistöku á Lundeyjardjúpi, þar sem öldufarsútreikningar Siglingastofnunar íslands gáfu
til kynna að frekari efnistaka þar myndi valda auknu landbroti á Geldinganesi.
Ein 12 efnistökusvæði sem ekki hefur verið fjallað um hér að framan voru öll innan við
8 ha að stærð árið 2005, þ.e. Álfsnes (2 svæði), Gufunes, Helgusker, Hjallasker, Hólmar,
Kjalarnes, Leiruvogur, Kollafjörður, Viðey og Þerney (2 svæði). Efnistakan hefur aukist á
svæðunum tólf, því á átta ára tímabili á tíunda áratugnum voru teknir þar um 187.000 m3,
en á árunum 2000—2009 var magnið komið í 386.000 m3. Eftir því sem upplýsingar liggj3
fyrir virðist efni af þessum svæðum helst vera notað í fyllingar. Á tveimur svæðum hefur
efnistöku verið hætt, þ.e. í Hofsvík á Kjalarnesi og vestan undan Laugarnesi í Reykjavík.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um upphaf efnistöku í Hofsvík né stærð svæðis, en síðast
var tekið efni þar árið 1991. Björgun hóf efnistöku við Laugarnes árið 1986 og árið 2005
var stærð svæðisins um 13 ha, en ekki liggja fyrir upplýsingar um efnismagn. í leyfum
sem Orkustofnun veitti Björgun í júní og nóvember 2009 til tíu ára, var m.a. leyft að taka
allt að 320.000 m3 við Þerney, 600.000 m3 við Álfsnes, 600.000 m3 við Kjalarnes, 100.000 m3
við Leiruvog og allt að 50.000 m3 við Viðey (14. mynd).
Við Syðra-Hraun: Staðsetning og stærð efnistökusvæða á hafsbotni við Syðra-Hraun í
Faxaflóa árið 2005 er sýnd á 12. mynd. Það vekur athygli hvað efnistökusvæðin í
3 i o
Arbók VFl/TFl 2010