Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Side 316

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2010, Side 316
Siglufjörður: Mikil vandkvæði hafa verið á efnisöflun í nágrenni Siglufjarðar í áratugi og skortur á góðu efni á landi. Leitað hafði verið að malarefni á hafsbotni við Norðurland en ekkert efni fundið í nágrenni við Siglufjörð. Það var ekki fyrr en árið 1995 að möl fannst í austanverðum Siglufirði. í apríl 1996 sótti Siglufjarðarkaupstaður því um leyfi til 30 ára, til töku malarefnis á svæði um 250-500 m undan landi í austanverðum firðinum. Iðnaðar- ráðherra óskaði eftir viðbótarupplýsingum áður en að umsóknin yrði tekin til afgreiðslu. I framhaldi af því óskaði Siglufjarðarkaupstaður eftir leyfi til tilraunavinnslu á 30.000 m3 á næstu mánuðum eða á meðan aflað væri þeirra upplýsinga sem ráðherra hafði óskað eftir. Iðnaðarráðherra varð við þeirri ósk og veitti, í maí 1996, takmarkað leyfi til eins árs til tilraunavinnslu á allt að 30.000 m3 af malarefnum á 20.000 m2 svæði í austanverðum firðinum. Verkfræðistofa Siglufjarðar vann í framhaldi af því áætlun um nýtingu á malar- efni af hafsbotni í Siglufirði fyrir kaupstaðinn og var hún lögð til grundvallar leyfis- veitingunni. Iðnaðarráðherra veitti Siglufjarðarkaupstað síðan í október 1997 leyfi til tíu ára til töku allt að 100.000 m3 af sandi og möl á 40.000 m2 svæði í austanverðum Siglu- firði. í kjölfarið gerði Jarðfræðistofa Kjartan Thors [3] endurvarpsmælingar á leyfis- svæðinu og áætlun um heildarefnismagn. í febrúar 2010 sótti Björgun um leyfi til efnis- töku á svipuðum slóðum og leyfi hafði verið veitt fyrir árið 1997. Orkustofnun veitti Björgun í mars 2010 leyfi til tveggja og hálfs árs til töku allt að 20.000 m3 af möl og sandi í norðvesturhorni þess svæðis sem leyfi var veitt fyrir árið 1997. Leyfissvæðið var fært nokkuð frá landi því fornleifafræðingar höfðu fundið á hafsbotni leifar af Evangers- verksmiðjunni sem sópaðist á haf út í snjóflóði veturinn 1919. Eyjafjörður: Þrjú leyfi hafa verið veitt til efnistöku af hafsbotni í Eyjafirði. í desember 1994 sóttu Björgun í Reykjavík og Möl og sandur á Akureyri um leyfi til töku 30.000-70.000 m3 á ári við Nunnuhólma og út af Svalbarðseyri. Efnið átti að nota sem byggingar- og fyllingarefni á Akureyri. Iðnaðarráðherra veitti Björgun og Möl og sandi, í október 1995, leyfi til ríflega eins árs til töku allt að 20.000 m3 af möl og sandi á 10.000 m2 svæði við Nunnuhólma og skyldi þess gætt að efnistökusvæðið væri utan ígulkerjamiða. Ekki var veitt leyfi til efnistöku út af Svalbarðseyri. í júní 2001 sóttu Björgun og Möl og sandur að nýju um leyfi til töku 45.000 m3 á samanlagt um 20.000 m2 svæðum við Nunnuhólma og út af Svalbarðseyri. Efnið átti eins og fyrr að nota sem byggingar- og fyllingarefni á Akureyri. Iðnaðarráðherra veitti Björgun, í lok ágúst 2001, leyfi til þriggja ára til töku allt að 45.000 m3 af möl og sandi á um 10-15 m sjávardýpi við Nunnuhólma og á um 10 m sjávardýpi út af Svalbarðseyri og ekki nær landi en 200 m frá stórstraums- fjöruborði. Ráðherra setti skilyrði um að samhliða efnistökunni ætti að gera athugun á dýralífi á efnistökusvæðunum. Vegagerð ríkisins og Hríseyjarhreppur sóttu í ágúst 2001 um leyfi til leitar að efni í nágrenni Hríseyjar og einnig til töku allt að 15.000 m3, ef að efni fyndist. Efnið átti að nota í endurbyggingu á vegum í Hrísey, en ekkert slíkt efni var að finna í eynni. Hríseyjarhreppur tilkynnti síðan í september um staðsetningu fyrirhugaðs efnistökusvæðis út af ósi Þorvaldsdalsár á Árskógsströnd. Iðnaðarráðherra veitti Hrís- eyjarhreppi, í september 2001, leyfi til tæpra þriggja ára til töku allt að 20.000 m3 af möl og sandi á allt að 40.000 m2 svæði út af ósi Þorvaldsdalsár, en ekki nær landi en 200 m frá stórstraumsfjöruborði. Ráðherra setti skilyrði um að gera ætti athugun á dýralífi á efnis- tökusvæðinu áður en vinnsla hæfist og ef hún hefði ótvírætt neikvæð áhrif á lífríki hafs- botnsins bæri að hætta við áform um efnistöku. Viðfjörður við Norðfjarðarflóa: Við leit að byggingarefnum á hafsbotni við Austfirði, þ.e. frá Loðmundarfirði og allt suður til Hornafjarðar, sumarið 1975 [18], voru tekin um 300 sýni með botngreip. Þau grófkornóttari voru send í kornastærðar- og berggreiningu, eða um 60 sýni. Úr botni Viðfjarðar voru greind þrjú sýni og reyndist efniö möl og sandur að vestanverðu en sandur að austanverðu. Efnistaka hófst í Viðfirði á svipuðum tíma og rannsóknirnar voru gerðar og þar hefur verið tekið efni öðru hvoru frá þeim tíma og m.a. notað í gatna- og hafnargerð á Norðfirði. í apríl 2002 sótti Hafnarsjóður Fjarðabyggðar um leyfi til töku um 60.000 m3 í botni Viðfjarðar. Efnið átti að nota í nýjan skjólgarð sem áformað var að byggja að norðanverðu við fiskihöfnina í Norðfirði. Iðnaðarráðherra 314i Árbók VFl/TFl 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316
Side 317
Side 318
Side 319
Side 320
Side 321
Side 322
Side 323
Side 324

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.