Læknablaðið - 15.10.1949, Page 44
58
LÆKNABLAÐIÐ
3. mynd.
litlar kartöflur. Þeir voru svip-
aöir að útliti æxlishnútunum í
lungunum. Við gallvegi var
ekkert athugavert. Við smá-
sjárskoðun sást, að lifrarfrum-
urnar voru hlaðnar að meira
og minna leyti af fitu og voru
óskýrar, vegna innri hrörnun-
ar (degeneratio parenchyma-
tosa). Lifrarvefurinn var og
mjög blóðhlaupinn. Á kafla
sást æxlisvefur, svipaður þeim,
sem sást í lungunum. Virtist
vefur þessi ótvírætt kynjaður
frá háfrumuþekju, og voru þar
víða gangar og holur, sem
klædd voru slíkri þekju; voru
þessi einkenni miklu greini-
legri þar en í lungunum. Mis-
þykk bandvefslög greindu æxl-
isvefinn í smærri og stærri
sveipi. Á mótum lifrarvefsins
og æxlisvefsins sást slæðingur
af bólgufrumum. (3. mynd).
Miltið var lítið, tæplega
meðalstórt og lint í sárið.
Ekkert sérstakt kom í ljós við
athugun á því.
Undir vinstra síðubarði, of-
anvert við nýrað, var barns-
höfuðsstórt æxli, er var vel af-
markað og ekki vaxið við nema
að neðan. Æxlið virtist í fljótu
bragði vera vaxið frá efri enda
nýrans, en við nánari athug-
un sást, að nýi'að var útflatt
æxlismegin og trefjahjúpurinn
virtist heill, en fast vaxinn við
æxlið. Aö útliti var æxlið einna
líkast blómkálshaus, því að yf-
irborðið var alsett smáhólum.
Vefurinn var ljcsgrár á yíir-