Læknablaðið - 15.10.1949, Qupperneq 57
L Æ K N A B L A Ð I Ð
71
öörum skepnum en mann-
skepnunni. — En menn urðu
ekki sammála um þetta. Próf.
F. Dévé segir skýrt og skorinort
að tænia Posselts hafi engin
séreinkenni er réttlætt geti að
nefna hana sérstaka species og
kveðst hann hafa margsinnis
fundið tæniur, sem ættaðar
voru frá ech. cysticus með al-
veg sömu einkennum, og tænia
Posselts sé að engu leyti að-
greinanleg frá tæniu Siebold’s.
Próf. Posselt var dualisti til
dauðadags (dó 1936 í okt.) en
próf. F. Dévé, sem einnig var
það framan af, er nú orðinn
unicisti og þá sá helzti eins og
í öllu öðru sem að sullarann-
sóknum lýtur.
Á síðari árum hefir hann
snúið sér að rannsóknum á því
hvort unnt væri að finna For-
mes de pasage entre l’echino-
coccose hydatique et l’echino-
coccose alveolaire, og hefir
hann fært nokkur dæmi því til
sönnunar bæði 1933, 1936 og
nú síðast sem mér er kunnugt
um 1939 og ætla ég að skýra
nánar frá því, því þar er um ís-
lending að ræða (Sjá 1).
Það voru Elmar James og
William Boyd læknar í Toronto
sem sendu próf. Dévé skýrslu
um þennan sjúkl. og samtímis
smásjár-sneiðar úr ýmsum !íf-
færum hans teknar post mort.
og fer hér á eftir útdráttur úr
því:
Sjúkl., sem sagt er frá, var 54
ára sjóm., er flutzt hafði frá ís-
landi 7 ára gamall og síðan
dvalið vestra, í Canada. 1928 er
hann var 47 ára var hann op-
vegna lifrarveiki, sem lýst er
þannig: Stór kúlulaga intumec-
ens í v. hypochondrii, enginn
icterus. Við op. fannst stór
cysta, sem tók yfir allan lob.
sin. hepat. Cystan var saumuð
við kviðvegginn og síðan tæmd,
var hún full af leifum af sull-
ungum og hlaupkendri mat-
eríu. Eftir þetta hresstist sjúkl
og var við sæmilega heilsu í 3
ár. 1935 kom hann svo til læknis
vegna þess að fistula, sem allt-
af hafði seitlað úr, hafði lokazt.
Var þá gerð excisio fistulae í
maí ’35. Eftir op. fékk hann des
accident nerveux, d’allure men-
ingitique og dó þann 15/7. Við
autopsia reyndist lifur vera 2
kíló, vinstri lob. hepat var orð-
inn að stórum þykkveggjuðum
abc. fullum af þykkum daun-
illum greftri ,sem seitlað hafði
úr út á kviðvegginn. Utan við
þetta holrúm sáust margar
smácystur og ennfremur marg-
ar smácystur í veggnum á fist.
sem excideruð var, en hægri
lob. hepat var ósnortinn.
Próf. F. Dévé lýsir því nú
þegar yfir að hér sé um mis-
skilning að ræða hjá James og
Boyd. Þetta hafi verið venjul.
ech. cysticus og er ég þar alveg
á sama máli. En aftur á móti
finnst honum að þessir ör-
smáu sullir, sem dreifðir fund-