Læknablaðið - 15.10.1949, Page 71
L Æ K N A B L A Ð I Ð
85
7. mynd.
Suboccipital jodoliumyelografi.
Stífla vegna meningeoms við neðri
brún á 4. brjóstlið.
8. mynd.
Subocoipital jodoliumyelografi.
Stífla vegna meningeoms við neðri
brún á 10. brjóstlið.
voru, þangað til nú síðustu ár-
in, svo sem Lípiodol, Jodumbrin
og Jodipin, höfðu vafalaust
öðru hvoru ertandi áhrif á
mænuhimnur og mænu, og
hafa jafnvel komið fyrir dauðs-
föll eftir notkun þessara efna.
Þau efni, sem notuð hafa ver-
ið seinni árin, svo sem Immetal
og Pantopaque hafa reynzt
stórum hættuminni.
Meðferðin á mænuæxlum
hvílir fyrst og fremst á ná-
kvæmri staðgreiningu þeirra,
og ég álít, að gera skuli myelo-
grafi á öllum sjúklingum, sem
grunaðir eru um að hafa æxli
í mænu, því án hennar er mjög
oft hvorki hægt að segja með
fullri vissu hvort um æxli sé
að ræða né hvar það er.
Af 48 sjúklingum með mænu-
meningeom, á taugaskurð-
deild Ríkisspítalans í Kaup-
mannahöfn, var gerð myelo-
grafi á 46 og af þeim höfðu 29
algjörlega stíflu og 17 að
nokkru leyti. Hjá 39 af þessum
sjúklingum var samræmi á
milli hinnar klínisku og myelo-