Læknablaðið - 15.10.1949, Qupperneq 72
86
LÆKNABL AÐ IÐ
grafisku hæðargreiningar. en
hjá 7 sjúklingum var ekki sam-
ræmi þar á milli, og i þeim
tilfellum var hin myelografiska
hæðargreining rétt, en hin
klíniska röng.
Differentialdiagnosis.
í langflestum tilfellum er
mögulegt að greina, hvort um
æxli í mænu eða hrygg sé að
ræða eða annan sjúkdóm í
taugakerfi, aftur á móti er oft
afar erfitt að segja fyrir, hvers
eðlis æxlið sé.
Hvað viðvíkur illkynja og
góðkynja hryggæxlum, þá er
það oftast röntgenrannsókn á
hrygg, sem mestu máli skiptir,
og við ilikynja æxli einnig auk-
inn sökkhraði rauðra blóð-
korna.
Til aðgreiningar á milli men-
ingeoma og intramedullær ep-
endymoma og astrocytoma eru
þessi atriði þýðingarmest:
1) Meningeomin finnast oft-
ast á móts við brjósthluta
hryggjar, ependymomin
móts við lumbal-hluta hans.
2) Meningeomin eru lang al-
gengust í konum, ependy-
momin eru jafnalgeng i
konum og körlum, en aftur
á móti virðast astroeytomin
vera nokkru tíðari í kon-
um en körlum.
3) Sjúklingar með meningeom
eru oftast eldri en 50 ára,
sjúklingar með ependymom
og astrocytom yngri.
4) Eggjahvítumagn í mænu-
vökva yfir 500 talar á móti
meningeomi, aftur á mótí
er þetta nokkuð algengt við
ependymom.
5) Fjarlægðin milli bogaróta
hryggjarliða finnst oftar
aukin við ependymom og
astrocytom en við menin-
geom.
Til aðgreiningar á menin■
geomum og neurinomum eru
þessi atriði þýðingarmest:
1) Meningeomin eru tíðari í
konum, neurinomin eru
jafnalgeng í konum og
körlum.
2) Rótarverkir eru algengari
við neuriom.
3) Eggjahvítumagn mænu-
vökvans er hærra við neur-
inom.
4) Það er algengara að fjar-
lægðin á milli bogaróta
hrvggjarliðanna sé aukin
við neurinom.
5) Algjör lömun er mun sjald-
gæfari á sjúklingum með
neurinom en meningeom og
það er talsvert algengara að
þeir sjúklingar, sem hafa
neurinom, séu án lamana
heldur en þeir, sem hafa
meningeom.
6) Tilfinningatruflanir finnast
næstum alltaf á sjúklingum
sem hafa meningeom, hins
vegar er alls ekki óal-
gengt, að sjúklingar með
npurinom séu án tilfinn-
ingatruflana.