Læknablaðið - 15.10.1949, Qupperneq 74
88
L Æ K N A B L A Ð I Ð
hana), að þetta er ekki mögu-
legt, án þess að þrýstingur
komi á mænu, og er þá dura
látin vera opin. Eftir þetta er
vöðvum, fasciu, subcutis og
húð lokað á venjulegan hátt.
Nákvæm eftirmeðferð er af-
ar þýðingarmikill, og ber sér-
staklega að minnast á húð-
hirðingu, meðferð á þvagteppu
og lömunum.
Við húðhirðingu ríður mest
á að forðast legusár, og fyrstu
dagana eftir aðgerðina eiga
sjúklingar því að liggja á loft-
hring og gæta verður þess
vandlega að lakið sé alltaf
þurrt og slétt, þar eð minnsta
ójafna á því getur valdið legu-
sári. Oft hafa þessir sjúklingar
þvagteppu í langan tíma og
verður þá að taka þvagið með
legg tvisvar á dag, eöa láta
þá nota sjálfvirka blöðrutæm-
ingu a. m. Munroe. Ef sjúkl-
ingarnir eru lamaðir, eru þeir
strax daginn eftir aðgerðina
látnir reyna að hreyfa hina
lömuðu limi. Nokkrum dög-
um seinna er byrjað á fýsiurg-
iskri meðferð, sem oft verður
að halda áfram í marga mán-
uði.
Á venjulegum skurðdeildum
var dánartalan við skurðaðgerð
á juxtamedullær æxlum 40—
50%, en á neurokirurgiskum
deildum er hún 5—6%.
Hjá 48 sjúklingum með
mænu-meningeom, sem gerð
var á skurðaðgerð á tauga-
skurðdeild Ríkisspítalans í
Kaupmannahöfn var dánar-
talan 6,2%. Við eftirrannsókn
á 35 þessara sjúklinga voru 26
alveg heilbrigðir og fullvinnu-
færir, 7 voru miklu betri og
að nokkru leyti vinnufærir, og
aðeins 2 voru lítið betri.
Á Sct. Josephsspítalanum í
Reykjavík hefi ég gert skurð-
aðgerð á 3 sjúklingum með
mænu-meningeom og eru
sjúkrasögur þeirra í stuttu
máli þannig:
Sjúkrasaga I. Fyrsti sjúkl-
ingurinn var 57 ára gömul
bóndakona, sem í 6 ár hafði
haft vaxandi quadriplegi með
talsverðri lömun á efri útlim-
um og í 3—4 ár algjörri lömun
á neðri útlimum og minnkaðri
tilfinningu á útlimum og bol.
Þremur árum áður en hún
kom til mín, hafði verið fram-
kvæmd laminektomia explora-
tiva annars staöar, án þess að
æxlið findist.
Obj.: Mjög feit. Nokkuð elli-
leg. Dálítil lömun á efri útlim-
um. Algjör spastisk lömun á
neðri útlimum. Anæsthesi-an-
algesi-thermoanæsthesi á neðri
útlimum og bol. Hné og ökla-
liðir næstum algjörlega stirðir.
Sár á hælum og stórutám.
Myelografi: Algjör stífla við
efstu brjóstliði.
Diagnosis: Thoracalt menin-
geom.
Aögerð: 27. september 1946.
Evipan-æthersvæfing. Lamin-