Læknablaðið - 15.10.1949, Page 80
94
L Æ lv N A B L A Ð I i)
lin. Á gegnskurði er hún sömu-
leiðis mjög lin og stingast fing-
urnir inn í vefinn þegar hún
er tekin upp.“ Og enn-
fremur: „í sneið af lifur sést
mjög áberandi, parenchymatös
degeneratio svo að naumast
sjást kjarnamót. Fibrosis er
aukin interstitielt, mjög veru-
lega á köflum, og sjást stórar
breiður af fibrotiskum og hálf-
necrotiskum vef“. (Sbr. með-
fylgjandi myndir). „Sections-
diagnosis: Pneumonia lob.inf.
sin — Scirrhosis hepatis. —
Degeneratio parenchym. hepa-
tis — Degeneratio parenchym.
renum.“
Eftir þessa útdrætti úr
sjúkrasögum verður reynt að
skýra frá skoðunum manna nú
á h. a. i.
Orsök: H. a. i., sem stundum
getur endað í necrosis hepatis
acuta eða subacuta (necrosis
hep, ac. þykir heppilegra nafn
en gamla nafnið acut gul lifr-
aratrofi, því að pathol. ana-
tomiskt mun vera um necrosis
að ræða en ekki atrofi) er smit-
andi sjúkdómur og er smitefn-
ið álitið vera virus. Það finnst
í blóði sjúki. á vissum stigum
sjúkdómsins, í saur, þvagi og
slími úr koki. Tekizt hefir að
sýkja menn (sjálfboðaliða)
með slíku smitefni, og það eins
þó að síað hafi verið áður gegn-
um Berkefeld’s sýklasíu. Smit-
efnið hefir ekki verið einangr-
að og yfirleitt tekst ekki að
sýkja tilraunadýr með því. Þó
getur Andersen 1) um, að hann
hafi sýkt vanfóðraða grísi með
duodenalvökva frá gulusjúkl-
ingum. Specific próf fyrir h. a.
i. munu engin vera til, hvorki
immunologisk né bacteriolog-
isk.
Smitleiðir eru: Snerting, úða-
smitun, um meltingarfæri og
parenteralt. Úðasmitun er
langalgengust, ekki sízt vegna
þess að þroti í nefi og kverkum
er algengur á byrjunarstigi
veikinnar. Líka hafa komið
upp faraldrar, sem breiðst hafa
út með mat eða drykk. Capps,
Sborov og Scheiffley 2) skýra
frá faraldri af h. a. i. í hópi 110
manna, sem höfðu verið bólu-
settir tæpum mánuði áður með
tetanustoxid i. m. Notuð var
ein sprauta fyrir hverja 10
menn, en skipt um nál við
hvern mann. Sótthreinsun á
sprautum og nálum telja þeir
að hafi verið örugg. 20% af
mönnunum fengu h. a. i. og
telja Capps et al. sennilegt að
smáskammtur af serum hafi
sogast upp í sprautuna (við til-
raun til að tryggja sér að nálin
væri ekki í æð) og smitefnið
borizt þannig á milli. Þeir á-
lykta, að a. m. k. 5% af þessum
mönnum hafi verið smitandi
og telja að svipað hlutfall gildi
um íbúa Bandaríkjanna yfir-
leitt.
Menn hafa tekið eftir því frá
því um 1880, að gula kemur