Læknablaðið - 15.10.1949, Side 91
LÆ KNABLAÐIÐ
105
Af þeim má hins vegar ráSa,1)
að sprungin sár fara þá og úr
því að koma fyrir við og við á
flestum sjúkrahúsum landsins.
Þannig má finna samtals 79
tilfelli tilgreind á öllu landinu
á árunum 1926—1945. Við
samanburð á skýrslum Lands-
spítalans og St. Jósefsspítala í
Reykjavík kemur raunar í ljós,
að 5 tilfelli eru oftalin á Lands-
spítalanum og 2 í St. Jósefs-
spítala á þessu tímabili og get-
ur það að nokkru leyti legið í
því, að í heilbrigðisskýrslun-
um eru meðtalin perforation á
garnasárum öðrum en skeifu-
garnarsárum. Tilfellin verða þá
72 eða rúmlega 3 á ári að með-
altali. Pram til ársloka 1948
telst mér svo til samkvæmt
fengnum upplýsingum frá
flestum aðalsjúkrahúsum
landsins, að perforationir á
ulcus pepticum, er til skurðað-
gerðar hafa komið, séu orðnar
um eitt hundruð.
Yfirlitstafla I sýnir kyn, ald-
ur, upphafsstafi nafns og heim-
ilisfang þessara 27 sjúklinga.
Auk þess hvort þeir hafa haft
meltingartruflun, áður en
þeir perforeruðu og þá hversu
lengi. Hve langur tími leið frá
því, að perforation átti sér stað
þar til þeir voru opereraðir.
Dagsetningu aðgerðar og ár.
Hver sjúkdómurinn var og hver
1) Gengið út frá því, að „sutur
ulceris“ þýði ulcus perforat.
aðgerðin var. Upphafsstafi
læknisins, er framkvæmdi að-
gerðina. Operations mortalitet,
síðari árangur, reoperationir og
loks athugasemdir.
Kyn:
Hér sem annars staðar eru
karlmenn 1 yfirgnæfandi meiri-
hluta. Af þessum 27 acut til-
fellum á St. Jósefsspítala eru
aðeins tvær konur (nr. 1 og 7)
og þó raunverulega aðeins ein
og það fyrsta tilfellið, því að
hin konan hafði nýlega verið
skorin upp við magasári (gerð
resection), en acut sár mynd-
azt á miöjum framvegg maga-
stúfsins talsvert ofan við
anastomosuna að öllum líkind-
um undan töngum og var
perforationsopið nákvæmlega
eins og við venjulegt sprungið
sár. (mikroscopia af hinu upp-
runalega sári þessa sjúklings
sýndi endarteritis obliterans
á háu stigi í slagæðum mag-
ans). Frá klinisku sjónarmiði
var því um sama ástand að
ræða og sjúklingurinn því tal-
inn hér með.
Aldur:
Yngsti sjúklingurinn var 21
árs og sá elzti 55 ára. 9 sjúkl-
ingar eru innan við þrítugt, 11
eru á milli þrítugs og fertugs,
5 eru á milli fertugs og fimmt-
ugs og loks eru tveir 50 ára eða
eldri.
Með öðrum orðum, 20 sjúkl-