Læknablaðið - 15.10.1949, Síða 100
114
L ÆKNABLAÐIÐ
þar hafi orðið perforation.
Fibrinskán eða samvextir voru
þó engir. Gerð duodenoraphia
og G. e. anast. r. p.
Sjúklingur nr. 6: Úrdráttur
úr sjúkralýsingu dags. 5/6. ’36:
Þ. I. 39 ára. Period. bringspala-
verkur í ca 4 ár. í febr. og marz
sama ár fékk hann tvö kvala-
köst, er stóðu í 5 daga hvort,
svo að sjúklingurinn gat ekki
af sér borið. Læknar, er sáu
hann, héldu helzt, að um gall-
steina væri að ræða. Talsverð
eymsli eru á bletti milli gall-
blöðru og nafla.
6/6. Laparatomia með hægri
pararectalskurði. Vesica fellea
er þykk og vaxin við duoden-
um, en þar er stór ulcus tumor
með auga eftir perforation.
Hálf organiseraðar fibrinleifar
eru á serosa og allmikið sero-
sangvinolent fluidum vellur
upp undan hepar, er farið er
að þreifa í kring. Finnst og, að
omentum maj. er alls staðar
vaxið við magálinn allt í kring,
svo að ekki er unnt að ná colon
transversum fram í sárið. Fara
verður í gegnum glufu á oment-
um majus til að ná í jejunum-
lykkju, sem er skeytt við cur-
vat. major.
Vesica fellea er losuð frá
duodenum. Serosa hennar
saumuð saman og svo gerð
duodenoraphia.
Þessi dæmi nægja sem sýnis-
horn perforat. larvat.
III. Perforationis acutae
sequelœ
(reoperationes).
í þriðja flokki eru loks þeir
sjúklingar, er sprungið hafa sár
á úti á landi (nema einn í
Reykjavík; nr. 3) og skornir
hafa verið upp í kastinu á öðr-
um sjúkrahúsum, en síðar ver-
ið reopereraðir á St. Jósefs-
spítala. Tafla III gefur yfirlit
yfir þessi 8 tilfelli, er þurfa lít-
illar skýringar við. Allir sjúkl-
ingarnir eru karlar. Sjúkl. nr. 2
er annar þeirra, er perforeraði
í annað sinn (og er þá sjúkling-
ur á St. Jósefsspítala) eftir að
gerð hafði verið G. e. anast. 7
árum áður og hefir hans verið
getið hér að framan.
Allt hafa þetta verið sár í
skeifugörn í þessum flokki
nema í einu tilfelli (nr. 6) og
höfðu allsvæsin einkenni eftir
fyrstu aðgerð. Gerð var G. e.
anast. og duodenoraphia á 6
þeirra, en excisio ulcuris og an-
astomosis á einum (nr. 5) og
loks resectio ventric. á einum
(nr. 6).
Allir eru sjúklingar þessir á
lífi 1949 og líður vel eftir síð-
ari aðgerð, nema helzt sjúkl.
nr. 4.
Almennar hugleiðingar.
Svo mikið hefir verið ritað
um sjúkdómsástand þetta, að
ég sé ekki ástæðu til að fara
að lýsa því hér nánar.